Ný saga - 01.01.1995, Side 16

Ný saga - 01.01.1995, Side 16
Guðni Thorlacius Jóhannesson Hvernig var annars að vera á sfldveiðum í Hvalfirði? „Þetta mátti kallast ævintýralegur veiðiskapur,“ sagði Soffanias Cecilsson síðar, en hann var háseti á Rifsnesinu. Annar full- yrðir: „Það er ekki ofsagt að þetta var það mesta ævintýri sem ég hef lent í á síldveið- um.“ Og sá þriðji segir: „Það voru ólíklegustu menn sem fóru á Hvalfjarðarsfld, menn sem höfðu aldrei áður verið til sjós.“78 Fregnir af aflabrögðunum bárust til útlanda, m.a. til Þýskalands, þar sem var talað um „der Her- ingssegen in der „Goldgrube von Reykja- vik.““79 Og Jakob Hafstein skrifaði Sveini Benediktssyni í byrjun desember 1947: Uppgripin af síldinni hafa að undanförnu verið svo stórkostleg að tæplega er hægt að tala um þetta lengur sem veiði heldur þann- ig að skipin sæki síldina á ákveðinn stað. Þau sigla út úr höfninni á veiðistað að af- lokinni affermingu og sækja fullfermi síld- ar rétt eins og eftir áætlun.80 Þá var sá grundvallarmunur á þessum veiðum og sumarsíldveiðum að síldin óð ekki við yfir- borð sjávar heldur hélt sig djúpt, jafnvel nið- ur við botninn. „Á nóttunni var síldin einn kökkur frá yfirborði til botns, en á daginn dreifði hún sér um botninn," segir Bergþór Guðjónsson frá Akranesi.81 Hann tók við skipstjórn á Sigurfara AK af Þórði bróður sínum þegar báturinn fór af reknetum á herpi- nót því Bergþór var alvanur slíkum veiðum en Þórður ekki. Annar skipstjóri, Haraldur Guðmudsson á Ásúlfi ÍS, sagði árið 1948 að fyrri hluta veiðitímabilsins hefði síldin veiðst bæði dag og nótt, en eftir áramót hefði veiðin nær eingöngu farið fram að næturlagi.82 Stundum var brugðið á það ráð að beina ljóskastara á hafflötinn þegar kvöldaði og synti sfldin þá upp á við. Þessi aðferð kom þó að takmörkuðum notum, að sögn Jóns Björnssonar á Birni Jónssyni RE. En „fjörð- urinn var eitt ljósahaf á kvöldin,“ segir Guð- mundur Brynjólfsson, bóndi á Hrafnabjörg- um í Hvalfjarðarstrandarhreppi.81 Örfáir brugðu á gamalt ráð Norðmanna í fjarðaveið- um fyrr á tíð, fóru um á skektum, renndu nið- ur lóði á línu og ef hún titraði var nokkuð víst að síldartorfa var undir.84 Annars höfðu nær allir dýptarmæla sem gáfu til kynna hvenær vel bar í veiði: Maður fór eftir mælinum og svo henti mað- ur út þar sem maður fór yfir torfurnar. Þá henti maður út smá-bauju með ljósi á, svo var farið á bátunum frá skipinu og kastað utan um ljósið; þar átti torfan að vera.85 Til er frásögn af því þegar Fagriklettur kas- taði á síld eina nóttina. Sá, sem sagði frá, var dæmigerður landkrabbi að eigin sögn og hon- um þótti mikið til koma: Við höldum í humátt á eftir nótabátunum. Um kl. 2 kallar skipstjórinn [Jón Sæmunds- son] sem jafnframt er nótabassi og skipið nálgast bátana. Ekki aðeins í kverkinni milli þeirra heldur allt umhverfis þá vellur sjórinn eins og sjóðandi hver. Langt að baki bátanna glampar á sfldina í nótinni niðri í sjónum. Uppi á skipinu heyrast undrunaróp. - Rosalegt andskotans kast er þetta, þetta næst aldrei! - Hvað er þetta tnikið? - Tvisvar sinnum í dallinn! - Hundrað og sextíu þúsund í erlendum gjaldeyri, svarar annar.86 Nótin sprakk líka í þetta sinn en samt tókst að ná miklu af síldinni um borð. Sfldin var oft svo þétt að næturnar sprungu án þess að nokkur fengi að gert. Þannig fór mörg síldin til spillis. Einn sjómaðurinn segir: „Það fór voðalega mikið í súginn - sums staðar var þykkt lag af dauðri sfld. Bændur voru farnir að hirða þetta í fjörum, söltuðu og notuðu sem skepnufóður."87 Annars reyndu menn einatt að hjálpa hver öðrum þegar því varð komið við. Það var ekki fyrir kulvísa að vera á Hval- fjarðarsfld. Næturnar frusu stundum saman í kuldanum og mun óþægilegra var að vinna með þær napra vetrardaga en á góðri sumar- vertíð fyrir Norðurlandi. Veiðin var einkum utarlega í firðinuni þar sem hann er dýpstur, utan Hvaleyrar (Hvalfjarðareyrar). En þegar mest var af sfld var hún næstum því um allan fjörð. Þá var þröng á þingi og erfitt fyrir skip- in að athafna sig. Oft lá við árekstrum - og stundum varð þeim ekki forðað. Bjarni Andrésson á Dagsbrún frá Reykjavík ákvað að halda til veiða og fór að kvöldi dags svo myrkur var skollið á þegar báturinn kom upp í Hvalfjörð: 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.