Ný saga - 01.01.1995, Síða 21

Ný saga - 01.01.1995, Síða 21
Síldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48 sem var byggð um miðjan fjórða áratuginn, einnig tekin í notkun.122 Hörgull var á mönn- um í vinnu og skipti engu þótt til væru ofur- menni sem stæðu vaktir í tæpa tvo sólarhringa samfleytt: Jafnvel skrifstofumenn á Siglufirði hafa nú farið í síldarvinnuna með öllum öðrum sem með nokkru móti geta. Frá Ólafsfirði og öðrum stöðum við Eyjafjörð og ýmsum stöðurn við Skagafjörð hafa og kornið verkamenn og allir fengið vinnu á stund- inni. Er enn rúm fyrir alla sem bjóða sig fram.123 Verksmiðjurnar fyrir norðan höfðu vart und- an, allar þrær fylltust og þegar kom fram í febrúar voru lýsistankar og mjölgeymslur orðnar yfirfullar. Mjöl var meira að segja geymt í hluta skemmunnar, sem var byggð um leið og SR-46 og var þá stærsta hús á íslandi, en þak hennar hrundi vegna snjóþyngsla í mars 1947.124 Andstæðingar Aka Jakobssonar, þáverandi atvinnumálaráðherra, kenndu honum og byggingarnefnd, sem hann skipaði, unr og kölluðu skeminuna því „Akavíti“.125 Ekki var aðeins brætt á Siglufirði, eins og fram hefur komið. Síld var unnin á Seyðis- firði, Patreksfirði, Flateyri, Akranesi, í Hafn- arfirði, Keflavík, Njarðvíkum og jafnvel í beinamjölsverksmiðjunni á Bíldudal; þar lögðu tveir bátar upp í desember.126 í fyrstu tóku nær allar þessar verksmiðjur eingöngu síld af bátunr úr eigin heimabyggð, en það olli nokkurri óánægju, sérstaklega eftir því sem flotinn stækkaði og veiðin jókst. Samkomulag urn að allir sætu við sama borð tókst fyrst við Keflavíkurverksmiðjuna og síðar mun það hafa náðst við hinar verksmiðjurnar.127 Á flestum þessara staða var síld brædd í fyrsta sinn í beina- og fiskimjölsverksmiðjum sem var breytt lítillega í því skyni. Ekki voru aðstæður til síldarvinnslu eins og best var á kosið; á Akranesi var síldin t.d. geymd á tún- unr áður en hún fór í bræðslu og í Keflavík annaðhvort í tjörnum við aðalgötu bæjarins, sem áður voru notaðar til þess að taka af ís á vetrum, eða á gömlum flugvelli í nágrenni bæjarins.12S „Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmunina“? Fyrri hluta febrúar var enn mikil veiði í Hval- firði og einnig veiddist ágætlega á Sundunum. Um miðjan mánuðinn gerði brælu um alllangt skeið og þá fækkaði síldarbátum nokkuð. En þá sjaldan að viðraði til veiða aflaðist ágæt- lega. Eina nóttina í lok febrúar gekk vindur til annarrar áttar í fjórar stundir, unt 20 skip náðu að kasta og urðu að sýna fyllstu aðgát svo þau sprengdu ekki nætur sínar. Síðan versnaði veður aftur þannig að skipin urðu að bíða byrjar fullhlaðin inni á firðinum.129 Hjá sumum var sjálfhætt nokkru fyrr vegna þess að nætur þeirra voru orðnar svo slitnar og skemmdar að ekki var hægt að nota þær lengur og hvergi var hægt að nálgast nýjar. í kringum 20. febrúar rnunu um 60 bátar hafa verið við veiðar en við lok mánaðarins voru aðeins um 20 eftir.13" Þá var veiði orðin treg og allur þorri báta kominn á þorskveiðar. Björn Jónsson RE landaði 1.258 málum um mán- aðamótin og lá svo tvo daga í sunnan stormi og rigningu í Reykjavíkurhöfn. Hinn 3. mars var haldið upp í Hvalfjörð en þar var bræla svo lagst var við akkeri á Laxárvogi. Morgun- inn eftir var skrifað í dagbókina: „Legið á sarna stað. Sunnan stormur og rigning.“ En eftir hádegi lægði: „Kastað einu sinni, fengunt ca. 20 mál.“ Það var síðasta síldin sem bátur- inn veiddi í Hvalfirði. Klukkan 9 um kvöldið var aftur lagst við akkeri og eftir aflalausa nótt var haldið til Reykjavíkur.131 Og vel má vera að síldin, sem þarna aflaðist, hafi verið sú síðasta sem barst á land þessa frægu vertíð; þeir þrír útgerðarmenn til viðbótar, senr enn voru að, lögðu líka árar í bát þennan dag, 5. mars. Það var degi áður en stjórn SR hafði ákveðið að hætta móttöku á Hvalfjarðar- síld.132 Hvalfjarðarvertíðin stóð því yfir í rúma fjóra mánuði. Samkvæmt skýrslum Fiskifé- lagsins varð Fagriklettur aflahæstur með 33.431 mál, Rifsnes kom næst með 25.045 mál og Helga varð þriðja með 24.356 mál. Önnur 46 skip fengu yfir 10.000 mál, 81 skip fékk 3-10.000 mál og 38 innan við 3.000 mál.133 Ekki kemur fram hversu lengi hverju skipi var haldið úti. í sfldarsögu sinni segir Birgir 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.