Ný saga - 01.01.1995, Page 23

Ný saga - 01.01.1995, Page 23
Síldarævintýrið í Hvalfirði 1947^4-8 óbeinan hag af vertíðinni; Bandaríkjamenn og Bretar gerðu það að skilyrði fyrir stórum samningi um kaup á ísfiski til Þýskalands að þeir fengju einnig keypt 5.000 tonn af síldar- lýsi. Önnur 4.500 tonn voru seld til Bretlands til að greiða fyrir sölu á hraðfrystum fiskflök- um.147 Reykjavíkurborg hagnaðist á síldar- flutningunum og á Siglufirði var mikil vinna, en ekki vetrardvali eins og venjulega. í janúar- lok var reiknað út að beinar tekjur Siglufjarð- arbæjar vegna vatns- og rafmagnsnotkunar, greiðslna í hafnarsjóð o.fl. næmu líklega þeg- ar um 330.000 krónum. Þá var ótalinn hagur bæjarins af stöðugri vinnu um veturinn, en eitt bæjarblaðið sagði: „Vart þarf að geta þess hversu gífurleg tekjulind þessar veiðar hafa verið og aldrei áður hefur verið jafnmikil vinna hér eins og í vetur.“148 En ekki græddu allir á Hvalfjarðarævintýr- inu. Síldarverksmiðjur ríkisins stórtöpuðu þótt það hljómi kannski undarlega. Vinnsla á Kollafjarðarsíld skilaði verksmiðjunum eng- um hagnaði. Þegar síldveiðar í Hvalfirði hófust veturinn eftir virtist augljóst að SR myndu alls ekki hagnast á þeim - vinnslu- kostnaðurinn væri það hár. í lok desember 1947 lauk Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri við rekstraráætlun vegna Hvalfjarðarsfldarinnar. Hann komst að því að tap á vinnslunni næmi tæplega hálfri milljón króna og sagði „augljóst að SR geta ekki lengur greitt eins mikið fyrir sfldina komna til Siglufjarðar eins og gert hefir verið til þessa.“14‘' Áætlunin barst ekki formlega suður til stjórnar SR fyrr en urn miðjan næsta mán- uð. Hún var tekin fyrir á stjórnarfundi 23. jan- úar, þegar veiðin var í hámarki. Sýnt þótti að þrátt fyrir viðvörunarorð Sigurðar gætu verk- smiðjurnar ekki borið meira úr býtum því hvorki útgerðarmenn síldveiðiskipa né skipa í flutningum gætu sætt sig við skertan hlut á móti.150 SR tóku tapið áfram á sig. Þegar upp var staðið í mars 1948 skipti það milljónum króna. Og sumarið 1948 brást sfldin enn fyrir Norðurlandi. Samkvæmt áætlunum áttu tvær milljónir mála að koma á land.151 En þau urðu aðeins tæp 200.000 og ekki batnaði rekstrar- staða SR við það. Reyndin varð sú, eins og segir í ársskýrslu fyrirtækisins, að „árið 1948 [varð] mesta tapár í sögu verksmiðjanna.“ Tap á vinnslu vetrarsfldarinnar varð um 3,3 milljónir króna og rúmlega 4,7 milljóna tap varð á sumarvertíðinni; samtals um 350 millj- ónir króna framreiknaðar til ársins 1995. Rekstrarmismunur fyrra árs og varasjóður verksmiðjanna, sem þá var tæmdur, dugðu til að mæta mestu af tapinu um sumarið.152 Eftir stóð hallarekstur vetrarins. Þung lán hvfldu á SR, mestmegnis vegna þess að kostnaður við byggingu nýju verksmiðjanna eftir stríð hafði farið algerlega úr böndunum, og þess vegna var ekki unnt að taka lán til að greiða tapið. Stjórn SR sá þá leið eina færa að leita til ríkisvaldsins og fannst hún vera í fullum rétti til þess: Tap þetta er til orðið í sambandi við alveg óvenjulegan rekstur sem SR hafa lagt út í, ekki vegna eigin hagsmuna, heldur hags- muna þjóðarheildarinnar, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar.153 Verksmiðjustjórnin fór fram á að tap vetrar- ins yrði tekið inn á fjárlög fyrir árið 1949 og var orðið við því. Kannski Þóroddi Guð- mundssyni, fulltrúa sósíalista í verksmiðju- stjórninni, hafi þá þótt hann fá uppreisn æru. Þegar verið var að ákveða að taka skip á leigu til að flytja Hvalfjarðarsfldina norður hafði hann spurt hvers vegna verksmiðjurnar ættu að taka þátt í þessu sfldarævintýri, fyrst vænt- anlegur gróði rynni til ríkis, sjómanna, út- gerðarmanna og annarra - en ekki til SR. Orðrétt mun hann hafa sagt: „Hvað varðar okkur um þjóðarhagsmunina?“154 Hentu and- stæðingar hans þessi orð á lofti og höfðu til marks um tvöfeldni sósíalista. Þóroddur mót- mælti ekki að hafa látið þau falla, en sagði að ríkið, ekki verksmiðjurnar, ætti að taka á sig áhættu af flutningi og bræðslu á Hvalfjarðar- sfldinni.155 Og þannig fór að lokum. Sfldveiðar „sem eru og verða í Faxaflóa“ Áður en vikið er að þeim aðgerðum, sem gripið var til í því augnamiði að hagnýta sfld- ina í Faxaflóa betur, er freistandi að geta nokkurra byltingarkenndra tillagna sem fram komu en var ekki hrundið í framkvæmd. „Hví „Hvað varðar okkur um þjóðar- hagsmunina?" sagði Þóroddur Guðmundsson. Hann vildi ekki að SR tæki á sig tapið af flutningi og bræðslu á Hvalfjarðar- síidinni 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.