Ný saga - 01.01.1995, Page 25

Ný saga - 01.01.1995, Page 25
Sfldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48 HÆRINGUR Mynd 11. í kjölfar Hvalfjarðarsíldveiðanna kom Hæringur, tæplega hálfrar aldar gamalt skip frá Bandaríkjunum. Hæringur lá lengstum við Ægisgarð, eins og hér sést á myndinni. Jónas Árnason sagði í Þjóðviljanum 7. janúar 1954 að skipið væri orðið „sjálfsagður partur af útsýninu, svona álíka og Esjan." Tveimur dögum áður hafði Hæringur slitið landfestar í ofsaveðri og minnstu munað að hann ylli stórtjóni í höfninni. Hæringsvalsinn, sem þá var kveðinn, má lesa í Speglinum og byrjar hann svona: Það gefur á hafskipið Hæring, það hriktir í stögum og rá, og það svarraði um fljótandi sildbræðslustöð, er saklaus í höfninni lá. I rammefldar festarnar rykkti hið ryðbrunna viðreisnartákn, og í trylltustu hryðjunum titraði og skalf hið tröllaukna, fjörgamla bákn. Þvílíkt hífandi rok, þvílíkt hávaða rok komið „hingað i sælunnar reit", það var ó, það var æ, það var hó, það var hæ, og Hæringur landfestar sleit. Um vorið sama ár var Hæringur seldur til Noregs og nýttist Norðmönnum vel, eins og hann hefði vísast gert hér við land, hefði síldin ekki brugðist. fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur, Sveinn Benediktsson fyrir SR og Þorvarður Björns- son yfirhafnsögumaður fyrir Fiskifélagið.163 Nefndin skilaði áliti 17. janúar 1948. Menn voru á einu máli um að annars vegar bæri að byggja síldarverksmiðju í Örfirisey sem gæti unnið úr 5-10.000 málum á sólarhring og hins vegar að kaupa síldarbræðsluskip.IM Farið var eftir þessum tillögum. Fest voru kaup á 46 ára gömlu flutningaskipi frá Banda- ríkjunum, síldarverksmiðja sett í það og því gefið nafnið Hæringur. Öflug verksmiðja var byggð í Örfirisey. Aðrar verksmiðjur við Faxaflóa voru stækkaðar og endurbættar þann- ig að afkastagetan jókst stórkostlega; meira en tífalt að sögn Alþýðublaðsins. Kom Mars- hallaðstoð Bandaríkjastjórnar þar að góðum notum.165 Síðla hausts 1948 virtist þó ljóst að margar verksmiðjur yrðu ekki tilbúnar í tæka tíð fyr- ir væntanlega vertíð svo brugðið var á það ráð að flytja stórvirk löndunartæki suður frá Siglufirði. Einn krani og tvær sfldargreipar, ásamt mælitækjum og flutningsböndum, voru sett upp á Ægisgarði. Framvöllurinn var gerð- ur að þróargeymslu til frambúðar, að því er ætlað var.166 Útgerðarmenn undirbjuggu sig einnig vel: „Það átti nú aldeilis að taka það haustið ‘48. Allir voru vel útbúnir með næt- ur,“ segir Jón Björnsson.167 Skömmu fyrir miðjan nóvember varð sfld- ar svo vart á Sundunum. Þetta varð þó ekki upphaf vertíðar eins og vonast var til. Aðeins fengust nokkur hundruð tunnur af smásfld. í Hvalfirði mun fyrsta sfldin í reknet hafa feng- ist 24. nóvember. Hýrnaði þá yfir mönnum, en aftur syrti í álinn. Að vísu fékkst sfld í herpi- nót í firðinum urn mánaðamótin nóvember og desember, en veiðin entist aðeins í nokkra daga og tiltölulega fá skip fengu afla. Til bræðslu, aðallega á Akranesi, fóru um 7.000 mál. Margir skipstjórar og útgerðarmenn neituðu að trúa því að enga sfld væri að fá og leituðu hennar út desember og jafnvel í janú- 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.