Ný saga - 01.01.1995, Page 35
Pólitísk fatahönnun
Mynd 4.
Einar Thorlacius, síðar
sýslumaður, lengst til
vinstri og Ólafur
Rósenkranz, síðar
leikfimikennari, lengst
til hægri skarta hér
þjóðbúningi sem
Sigurður málari
hannaði fyrir
íslenska karlmenn.
Jón Sigurðsson
forseti sem jafnan
fylgdist vel með
tískunni hefði eflaust
aldrei fengist til að
fara i búning Sigurðar.
af helsta kvenfólki þar liafi sagt Frökkum
stríð á hendur á þann hátt, að þær hafa
gengið í félag, að hafna öllum frönskum
móðum. Nú eru allir hugvitsmenn þar á
ráðstefnu, hvern búning þær eigi taka í
staðinn.18
Samtök þýskra kvenna hafa sennilega hvatt
Sigurð til að snúa sér af enn meiri krafti að út-
breiðslu á sérhönnuðum búningi fyrir íslensk-
ar kynsystur þeirra. Hann gerði sér frá upp-
hafi grein fyrir pólitískri þýðingu fatnaðar.
Gera átti uppreisnina gegn Dönum sýnilega.
Konur áttu bókstaflega að bera hana utan á
sér. Þannig mátti virkja fjöldann til andófs án
þess að mæla orð af vörum. Herraþjóðin gat
heft málfrelsi og ritfrelsi en erfitt var að
bregðast við þegjandi uppreisn. Þessi baráttu-
leið fékk nær eingöngu hljómgrunn hjá kon-
um.
Sigurður málari var furðu tvístígandi um
hvort hanna bæri búning á íslenska karlmenn.
Hann reifaði málið í Kvöldfélaginu árið 1870.
Sigurður benti á að ekki hefði þurft að gera
mjög miklar breytingar á kvenbúningnum.
Hann hélt þeirri skoðun eindregið á lofti að
hanna yrði búning eftir sögulegum fyrirmynd-
urn. Þá væri hins vegar óhjákvæmilegt að gera
mjög miklar breytingar á fatnaði karla. Þeir
yrðu sjálfir að geta valið því, „eigi dugar að
neyða slíku upp á þjóðina.111'1 Gísli Magnússon
latínukennari mótmælti harðlega og fannst
engin ástæða til að leita eftir áliti Péturs eða
Páls. Ekki væri hægt að leggja að jöfnu að
breyta klæðnaði karla og að koma upp „ein-
kennilegum“ búning, eins og Sigurður hafði
gefið í skyn. Ef nrenn myndu til að nrynda
ákveða að taka upp danskan búning ernbætt-
ismanna yrði hann að íslenskum „einkennis-
búning“. Gísli hafnaði þeirri hugmynd að
taka bæri mið af búningasögu. nrenn þyrftu
„ekkert af hinu gamla að hafa, heldur reyna
að fá séð með skynsemi og hagsýni nýjan ís-
lenskan þjóðbúning.“2" Skömmu eftir þessar
umræður í Kvöldfélaginu fór Sigurður að
33