Ný saga - 01.01.1995, Side 37

Ný saga - 01.01.1995, Side 37
Pólitísk fatahönnun félaginu árið 1869 stakk Sigurður upp á því að Dönum yrði reist níðstöng með hrosshaus á hverjum íslenskum hól og haug að fornum sið. Eini „þrifaþröskuldur“ landsmanna væri að þeir hefðu ekki lært að hata herraþjóðina. Pess vegna ættu Islendingar að kenna börn- um sínum að hata Dani.M Guðrún Gísladóttir virðist hafa fylgt þessari uppeldiskenningu af trúmennsku. Börn sín hugðist hún til að mynda senda til Þýskalands í nám. Fatnaður þeirra varð auk- inheldur að vera rammíslenskur, og að hætti fornmanna. Guðrún vildi hvorki látu þau bera erlend efni á kroppnum né sníða fatnað þeirra að innfluttu sniði. Árið 1881 flutti fjöl- skyldan frá Þingeyraklaustri til Reykjavíkur. Þá var Ingibjörg, átta ára dóttir þeirra hjóna, klædd í skósíðan kyrtil úr hárauðu vaðmáli. Á pilsi, ermum og háls var saumaður svartur uppdráttur. Svart ofið belti hélt kyrtlinum saman um mittið. Ingibjörg var í íslenskum skóm. I staðinn fyrir kápu hafði hún stórt röndótt sjal en svarta vaðmálshúfu með baldýraðri burst á höfði. Guðrúnu var ráðlagt að senda blessað barnið ekki út fyrir dyr í þessari múnderingu. En hún svaraði „að sér væri alveg sama, hvað fólk segði, og þetta væri fornmannabúningur, sem sómdi sér vel.“30 Þegar götustrákar Reykjavíkur sáu Ingibjörgu litlu bregða fyrir flykktust þeir í kringum hana og gerðu að henni hróp og köll. Eiríkur kom í veg fyrir frekari þjáningar dótt- ur sinnar. Hann lét sauma á hana föt við hæfi svo Ingibjörg litla þyrfti ekki að líða fyrir ofsafengnar pólitískar skoðanir móðurinnar. Guðrún Gísladóttir hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og beitti sér á því sviði bæði inn- an stokks og utan. Hún vann einna ötulast að útbreiðslu kvenbúninga Sigurðar að honum látnum. Árið 1878 gaf Guðrún út nokkra upp- drætti hans sem tilheyrðu skautbúningnum og snið.11 Heima fyrir eggjaði hún nrann sinn til átaka að hætti formæðra sinna. En Eiríkur var alþingismaður á árunurn 1881-91 og 1901- 15. Guðrún Borgfjörð segir að nafna sín hafi stundum brýnt raustina þegar eitthvað bar á milli þeirra hjóna í umræðum urn pólitík. Einkum vildi rómur húsfreyju hækka þegar henni þótti bóndi sinn ekki beita sér nægjan- lega í þeim málum sem henni voru hjartfólgin.32 Mynd 5. Skautbúningur Sigurlaugar Gunnars- dóttur í Ási sem hún saumaði veturinn 1860 í samvinnu við hönnuðinn. Sigurlaug og eiginmaður hennar Ólafur sýslumaður voru í stöðugu bréfa- sambandi við Sigurð málara um gerð bún- ingsins. I bréfum sýslumannsins og málarans eru langir kaflar þar sem fjallað er ítarlega um snið og alla gerð búninga Sigurðar. Sigurður hannaði tvo kvenbúninga, skaut- búninginn og kyrtilbúninginn. Sá fyrrnefndi er eldri, sennilega fullmótaður á árunum 1859-60 en sá síðarnefndi árið 1870." Sjálfur taldi Sigurður kyrtilbúninginn sniðinn nær búningum fornmanna og vonaði að smám saman yrði hægt að smeygja þeim að með lagni.341 huga hans voru búningar eins konar „skáldskapur þjóðanna", sem kærni fram í klæðaburði.35 Fatahönnun hans dregur dám af táknhyggju rómantískra skálda. Hann var að yrkja ættjarðarljóð, helsta fyrirmynd hans að þjóðbúningum kvenna var ísland. Skautbún- ingurinn átti að endurspegla landið í sumar- skrúða, en kyrtilinn landið að vetrinum. Eitt 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.