Ný saga - 01.01.1995, Page 51

Ný saga - 01.01.1995, Page 51
Fomar menntir í Hítardal og Árna Oddssonar, við einveldisskuldbind- ingunni á Kópavogsþingi 1662, en Magnús var kvæntur Guðrúnu móðursystur séra Þórðar, og Árni Oddsson var tengdafaðir séra Þórðar. Magnús bar við veikindum og fór hvergi á þingið, en Árna var þungt í hug er hann undirritaði. Víst er að í klerkastéttinni á Islandi var beygur á þessu Kópavogsþingi sem fram kemur í bréfi hennar til Friðriks konungs þriðja, en einveldisskuldbindinguna undirritaði séra Þórður í Hítardal eigin hendi, sjötti í röðinni frá Brynjólfi biskupi.35Sigurður Jónsson lögmaður í Einarsnesi, giftur Krist- ínu systur séra Þórðar í Hítardal, var enn einn lögmann honum tengdur, og eru vissar vís- bendingar til þess að Sigurður hafi átt sinn þátt í samsetningu ættartölubókar séra Þórð- ar, og jafnvel fleiri rita sem gerð voru í Hítar- dal, en ekki verður farið útí þá sálma hér. Enn má nefna sem vísbending um sjálfstæði séra Þórðar gagnvart konungsvaldi, að þegar Guðmundur Andrésson óttaðist að verða sóttur til saka fyrir skrif sín gegn Stóradómi 1649, hélt hann jafnvel að séra Þórður í Hít- ardal væri sín megin og bað hann því í bréfi að vera verjanda sinn fyrir höfuðsmanninum Henrik Bjelke, ef hann yrði kærður.16 Jakob Benediktsson hefir bent á að áform Gísla Magnússonar sýslumanns séu tilraun til þess að yfirfæra kenningar húmanista lær- dómsaldar um glæstan uppruna þjóðar til veruleikans og samrýma þær hagsmunum ís- lenskra höfðingja. Og Jakob bendir jafnframt á, að í ráðagerðum Gísla megi sjá tundur úr þeirri hugmyndafræði sem Arngrímur Jóns- son lærði birti í Crymogœa er út kom á latínu í Hamborg árið 1609. Ljós rök eru fyrir því að áhrif Crymogœa hafi komið frarn í því að fjöl- margar uppskriftir íslenskra fornsagna urðu til á 17. öld, einkurn fyrir forgöngu bisk- upanna, Þorláks Skúlasonar á Hólum og Brynjólfs Sveinssonar í Skálholti, og undir handarjaðri þeirra voru einnig samin söguleg rit um samtíðina.37 Séra Þórður í Hítardal var samtímis Brynjólfi Sveinssyni eitt ár í Kaup- mannahöfn, en Brynjólfur nam af fornfræð- ingnum Ole Worm, sem talinn er hafa haft drjúg áhrif á þá biskupana Þorlák og Brynjólf til fræðaiðkana. Brynjólfur biskup og Hítar- dalsklerkur héldu vináttu að því er virðist ■ . , ■ ^ >;Si V? ****«#+' ou w.- A,. i j-2 ' iL - •,nW—.A ?K lJT" .** V'jfö&Jz-""T-'il ui* ... > i ■ . ,'■■;. . j < * t w r ■ T *r*t’ íþ %as?3iír.* • I ■ a!W ; JSw Ai «■#•*£ &*«* 9«»**^'‘%n(.0-£>A $uik% ***■&*£isU-dt vaJ* "5 t a-Jt.j'j j*4 mki ir* " *" “" '' .. W-ne |veít» ejT"jÁ»i- p 4’Vt | lÁf f«B? VÍiÍ&JöSiW K?* + fc K'V I _____ - /TT* mv'* s'tujÍM Yjfn ^• ff 1’«**'^ VÍ{Á jkf Í'«wkv3*u V <Va kú’iti Á zjíw*#* | s if *4ÍöwíM*<j *»*>sV. *:. •?, meðan báðir lifðu og þeir skiptust á bréfum og bókum.38 Ole Worm, sem starfaði við Kaupmannahafnarháskóla í skjóli danska konungsvaldsins, átti bréfaskipti við fjölda lærdómsmanna á íslandi um fornfræði.39 Ekki verður séð að séra Þórður hafi verið þeirra á meðal, og þegar Brynjólfur biskup, sem átti feikna bréfaskipti við lærdómsmanninn Worm, leitaði til séra Þórðar vegna fyrir- spurna Worm um rúnir, bar séra Þórður fyrir sig kunnáttuleysi í þeirri grein og gegndi engu.40 Hinsvegar átti séra Þórður bréfaskipti við enskan vísindamann, Sir Thomas Browne (1605-1682), um náttúru íslands, og hafði samband þeirra komist á fyrir milligöngu ís- lendingsins Jóns Jónssonar sem sigldi í Eng- land og græddi þar mikið fé, líklega af kaup- skap.41 Að sínu leyti má telja að tilurð uppskrifta séra Þórðar á fornritum og ættartölubók hans falli undir áhrif frá Crymogæa og hugmynda- fræði Arngríms lærða sem kennd verður við húmanisma, sem á íslensku heitir forn- menntastefna. Sérstaklega eiga rit séra Þórð- ar samleið með inntaki annarrar bókar Crymogæa þar sem Arngrímur rekur afrek, sæmdir og ættgöfgi fornfrægra Islendinga eftir Mynd 4. Opna úr AM 192 8vo, lækningakveri með hendi séra Þórðar í Hítardal. Vinstra megin á síðunni er skrifað um heilbrigði og skýrt hvernig styrkja megi likamshreysti, en hægra megin eru skrifuð ráð tii þess að greina hvort barns- hafandi kona gengur með pilt eða stúlku. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.