Ný saga - 01.01.1995, Page 52
Guðrún Asa Grímsdóttir
íslendingasögum og sýnir með áherslum sín-
um að íslenskir höfðingjar hafi ávallt haldið
hlut sínurn fyrir erlendum tignarmönnum. Sú
niðurstaða er í samræmi við orð séra Arn-
gríms í formála annarrar bókar Crymogœa:
Vér munum því í þessari annarri bók taka
saman ævisögur nokkurra frægra íslend-
inga til þess að þagga niður í þeim sem van-
ir eru að brigsla þjóð vorri um að hún sé
ekki annað en ræningjafélag og samsafn
hrakmenna.42
Eftirtektarverður er samhljómur með þess-
um orðum og því sem segir að lokum Þórðar-
bókar Landnámu:
Það er margra manna mál að það sé
óskyldur fróðleikur að rita landnám. En
Mynd 5.
Lok Þórðarbókar
Landnámu í AM 106
foi, eiginhandarriti
séra Þórðar i
Hítardal. Eftirmálinn
er neðst á síðunni.
vér þykjunst heldur svara kunna útlendum
mönnum, þá er þeir bregða oss því að vér
séum komnir af þrælum eða illmennum, ef
vér vitum víst vorar kynferðir sannar. Svo
og þeirn mönnum er vita vilja forn fræði
eða rekja ættartölur að taka heldur að upp-
hafi til en höggvast í mitt mál, enda eru svo
allar vitrar þjóðir að vita vilja upphaf sinna
landsbyggða eða hvers hvergi tilhefjast eða
kynslóðir.43
Af fornlegu málfari þessara orða, sem fræði-
menn kalla eftirmála Þórðarbókar, hafa þau
ótvírætt verið talin úr Landnámu frá fyrri
hluta 13. aldar, helst bók Styrmis fróða, en í
íslenskum miðaldaritum verða nú ekki fundin
dæmi þess að útlendingar hafi brugðið íslend-
ingum um að vera þrælaættar. Andinn í orð-
unum á sér hinsvegar víðtæka samsvörun í
inntaki varnarrita séra Arngríms Jónssonar
lærða á Mel í Miðfirði gegn óhróðri og lygum
útlendinga um Islendinga á 16. og 17. öld.44 I
Þórðarbók standa orðin neðst á síðu undir
lokum frásagna Landnámu, en efst á gagn-
stæðri síðu hefst svokallaður Viðauki Þórðar-
bókar sem er samtíningur séra Þórðar úr ýms-
um áttum, einkurn úr Crymogœa séra Arn-
gríms lærða.4- Því er ekki útilokað að forn-
menntaandi Crymogæa sé kjarni í hugsun eft-
irmálans, en sýnt er að með honum vill ritari
tengja saman Landnámu og ættartölur Islend-
inga seinni tíðar. Næst er að ætla tíð eftirmál-
ans vera 16. og 17. öld þegar fornmenntafræð-
ingar í Evrópu lögðu kapp á að rekja uppruna
þjóða sinna, en jafntímis gengu ósannar frá-
sagnir um ísland á bækur utanlands. Orð eft-
irmálans kynnu því að vera runnin frá séra
Þórði Jónssyni í Hítardal sem sýnt er að hefir
tekið upp glefsur úr Crymogæa í Viðauka
Landnámu sinnar jafnt og ættartölurit sitt.44’
Arngrímur lærði ruddi íslenskum fræðum
braut á sínum tíma með verkum sínum og í
þeim farvegi lágu fræði séra Þórðar í Hítardal
sem voru bundin yfirstétt landsins frá upphafi
norrænnar byggðar og til samtíðar séra Þórð-
ar. Ættartölusafnritið úr Hítardal stóð á fornri
hefð og hefir eflaust stuðlað óbeint að sam-
heldni íslenskra höfðingjaætta sem með tím-
anum fóru halloka fyrir danska konungsvald-
inu og vaxandi megni evrópskra borgara-
stétta.
50