Ný saga - 01.01.1995, Síða 52

Ný saga - 01.01.1995, Síða 52
Guðrún Asa Grímsdóttir íslendingasögum og sýnir með áherslum sín- um að íslenskir höfðingjar hafi ávallt haldið hlut sínurn fyrir erlendum tignarmönnum. Sú niðurstaða er í samræmi við orð séra Arn- gríms í formála annarrar bókar Crymogœa: Vér munum því í þessari annarri bók taka saman ævisögur nokkurra frægra íslend- inga til þess að þagga niður í þeim sem van- ir eru að brigsla þjóð vorri um að hún sé ekki annað en ræningjafélag og samsafn hrakmenna.42 Eftirtektarverður er samhljómur með þess- um orðum og því sem segir að lokum Þórðar- bókar Landnámu: Það er margra manna mál að það sé óskyldur fróðleikur að rita landnám. En Mynd 5. Lok Þórðarbókar Landnámu í AM 106 foi, eiginhandarriti séra Þórðar i Hítardal. Eftirmálinn er neðst á síðunni. vér þykjunst heldur svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss því að vér séum komnir af þrælum eða illmennum, ef vér vitum víst vorar kynferðir sannar. Svo og þeirn mönnum er vita vilja forn fræði eða rekja ættartölur að taka heldur að upp- hafi til en höggvast í mitt mál, enda eru svo allar vitrar þjóðir að vita vilja upphaf sinna landsbyggða eða hvers hvergi tilhefjast eða kynslóðir.43 Af fornlegu málfari þessara orða, sem fræði- menn kalla eftirmála Þórðarbókar, hafa þau ótvírætt verið talin úr Landnámu frá fyrri hluta 13. aldar, helst bók Styrmis fróða, en í íslenskum miðaldaritum verða nú ekki fundin dæmi þess að útlendingar hafi brugðið íslend- ingum um að vera þrælaættar. Andinn í orð- unum á sér hinsvegar víðtæka samsvörun í inntaki varnarrita séra Arngríms Jónssonar lærða á Mel í Miðfirði gegn óhróðri og lygum útlendinga um Islendinga á 16. og 17. öld.44 I Þórðarbók standa orðin neðst á síðu undir lokum frásagna Landnámu, en efst á gagn- stæðri síðu hefst svokallaður Viðauki Þórðar- bókar sem er samtíningur séra Þórðar úr ýms- um áttum, einkurn úr Crymogœa séra Arn- gríms lærða.4- Því er ekki útilokað að forn- menntaandi Crymogæa sé kjarni í hugsun eft- irmálans, en sýnt er að með honum vill ritari tengja saman Landnámu og ættartölur Islend- inga seinni tíðar. Næst er að ætla tíð eftirmál- ans vera 16. og 17. öld þegar fornmenntafræð- ingar í Evrópu lögðu kapp á að rekja uppruna þjóða sinna, en jafntímis gengu ósannar frá- sagnir um ísland á bækur utanlands. Orð eft- irmálans kynnu því að vera runnin frá séra Þórði Jónssyni í Hítardal sem sýnt er að hefir tekið upp glefsur úr Crymogæa í Viðauka Landnámu sinnar jafnt og ættartölurit sitt.44’ Arngrímur lærði ruddi íslenskum fræðum braut á sínum tíma með verkum sínum og í þeim farvegi lágu fræði séra Þórðar í Hítardal sem voru bundin yfirstétt landsins frá upphafi norrænnar byggðar og til samtíðar séra Þórð- ar. Ættartölusafnritið úr Hítardal stóð á fornri hefð og hefir eflaust stuðlað óbeint að sam- heldni íslenskra höfðingjaætta sem með tím- anum fóru halloka fyrir danska konungsvald- inu og vaxandi megni evrópskra borgara- stétta. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.