Ný saga - 01.01.1995, Side 58

Ný saga - 01.01.1995, Side 58
Gildi sagnfræðinnar Sagnaritun sjálfstæðisbaráttunar var því áróðurssagnfræði að því Ieytinu til að hún stefndi að skýrt skilgreindu marki og gegndi mjög ákveðnu pólitísku hlutverki. í barátt- unni fyrir sjálfstæði landsins sameinuðust jafnvel hatrammir andstæðingar, sem dag- lega vógu hver annan með svívirðingum, af því að baráttan fyrir þjóðfrelsinu var heilög skylda hvers íslendings hvort sem hann var kommúnisti eða íhaldsmaður. Er ekki ástæða til að spyrja: Hélt þessi áróð- urssagnfræði áfram, eftir að hinni eiginlegu sjálfstæðisbaráttu lauk? Hefur hún verið not- uð í pólitískum tilgangi, eftir að sjálfstæðis- baráttan hætti að sameina eins og áður? Hugtakið þjóðfrelsi hefur af sumum verið skilgreint á þann hátt, að það taki til baráttu undirokaðra þjóða gegn heimsvaldasinnum kapítalismans. Víetnamstríðið var til dæmis þjóðfrelsisstríð á síðum Þjóðviljans sáluga. Umræður um ný viðhorf í íslenskri sagn- fræði hafa ekki síst snúist um endurmat á stöðu íslenskra bænda og hlut þeirra í sjálf- stæðisbaráttunni. Er fróðlegt að kynnast þeim viðhorfum. ítök þeirra sjónarmiða, sem réðu, þegar Alþingi var endurreist fyrir 150 árum, sjást best, þegar hugað er að því, hve erfiðlega gengur að rétta hlut þeirra kjós- enda, sem búa utan sveitahéraða. Gefa nýjar heimildir heima og erlendis og breytt viðhorf í alþjóðamálum ekki tilefni til þess fyrir íslenska sagnfræðinga að endur- meta viðhorfin f sögu utanríkismála íslenska lýðveldisins? Kann hið sama að eiga við um kennslubækur í íslandssögu og sýnisbækur ís- lenskrar Ijóðlistar, að ekki sé unnt að nota bækurnar vegna úreltra viðhorfa höfund- anna? Hlutur íslenskra sagnfræðinga í almennum umræðum er lítill. Peir láta ekki nægilega mikið að sér kveða við að upplýsa mál, sem eru á döfinni hverju sinni. Stangast það á við hlut sagnfræðinga víða erlendis í opinberum umræðum. Framlag sagnfræðinga hér í tíma- ritum eða á ráðstefnum er oft of fjarlægt til að vekja áhuga. Framsetningin er með þeim hætti, að einkum virðist ætlunin að höfða til annarra fræðimanna. fslandssaga sýnist einnig hafa verið á und- anhaldi í skólum. Ekki bætir úr skák, ef kennslubækur endurspegla úrelt viðhorf. Stiklað er á stóru og lítil áhersla lögð á að nálgast samtímann. Staðreyndir úr íslands- sögunni eru miklu fjarlægari en erlendir, sögulegir atburðir, sem vekja alheimsathygli og komast þess vegna til allra, sem fylgjast með fjölmiðlum. Framhaldsskólanemar kvarta undan því, að þeir fái aldrei tækifæri til að kynnast íslandssögunni í heild á námsferli sínum, heldur læri hana aðeins í brotum eða brotabrotum. Hætta er á því, að hugmyndaheimur og skírskotanir Islendinga þróist á þann hátt, að þeir hætti að leggja rækt við merka atburði í eigin sögu. Þeir viti einfaldlega ekki um þá. Er þessi þróun kannski hættulegri fyrir ís- lenska menningu en aukin erlend áreitni á móðurmálið? Ef við hættum að lifa í íslensk- um hugmyndaheimi, hættum við einnig að átta okkur á gildi þess að leggja rækt við hann. Draga verður raunsanna mynd af því, sem gerst hefur í íslenskri sögu. Hitt er jafnvel mikilvægara, að gera mönnum hið sögulega samhengi ljóst og setja það fram á lifandi og vekjandi hátt. Við þörfnumst ekki áróðurs- sagnfræði heldur áróðurs fyrir gildi sagnfræð- innar. Ef við þekkjum söguna, getum við lært af reynslunni og forðast hið skaðvænlega. Sagan auðveldar skilning á stöðu okkar í sam- tímanum og hvert við stefnum. 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.