Ný saga - 01.01.1995, Side 60

Ný saga - 01.01.1995, Side 60
Sigurður Gylfi Magnússon skiptum kirkjunnar og prestastéttarinnar annars vegar og ríkisvaldsins hins vegar. Nýj- ar stéttir tóku að nokkru við hlutverki klerk- dómsins og prestarnir fjarlægðust meira opin- bera stjórnsýslu sem þeir höfðu áður tekið virkan þátt í. Allt fór þetta saman við almenn- ar þjóðfélagsbreytingar eins og þéttbýlis- myndun og breytingar á vinnumarkaði í lok 19. aldar.3 Hjalti Hugason heldur því sömuleiðis fram að hnignun kristinnar trúar í íslensku þjóðfé- lagi, sem meðal annars komi fram í dræmri kirkjusókn, hafi aðallega tengst breyttum þjóðfélagsháttum. Megi þar meðal annars nefna þéttbýlismyndun, betri samgöngur og aukin félagsleg samskipti. Gott dæmi um þetta sé húslesturinn sem hafi haldið lengur velli hér á landi en annars staðar eða „allt þar til víðtækar efnahags- og félagslegar breyting- ar tóku að gjörbreyta trúarháttum hér á landi um síðustu aldamót."4 Ég held því fram að þetta hafi í raun gerst mun fyrr á 19. öldinni og sé orsakanna að leita í nýjum fyrirmyndum utan kirkjunnar sem sóttu fram í íslensku þjóðlífi. Ég tel að upp úr miðri 19. öld hafi kirkjan misst mjög Mynd 1. Saga barna hefur verið skoðuð um of frá sjónarhorni hinna fullorðnu. áhrif sín í íslensku þjóðfélagi. Kirkjan hafði alltaf einbeitt sér að yngstu kynslóðinni en þegar á fyrri hluta 19. aldar má greina þverr- andi áhrif hennar. Petta leiðir okkur aftur að spurningunni um siðferðilegar fyrirmyndir í þjóðfélaginu og gildi þeirra fyrir uppvaxandi kynslóð. Hverjum manni er án nokkurs vafa nauðsyn að eiga fyrirmynd í lífi sínu, eitthvað sem unnt er að nota sem viðmið á andlegan þroska sinn. Ætla má að þessar fyrirmyndir hafi fyrst og fremst komið frá kirkjunni á því tímabil sem hér um ræðir. Hins vegar er ekki þar með sagt að þessar fyrirmyndir hafi verið börnum og unglingum aðgengilegar eða skiljanlegar. Þeim var hins vegar haldið stíft að þessum hópi með ýmsum hætti og þar hafði píetism- inn ráð undir rifi hverju. Loftur Guttormsson sýnir réttilega fram á í bók sinni Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld að öllum ráðum, góðum sem illum, var þar beitt.5 Pví rná ætla að börn og unglingar hafi leitað á önnur mið eftir siðferðilegum fyrirmyndum þegar færi gafst og við það hafi kirkjan misst nokkurt frumkvæði í íslensku samfélagi. En það var fleira en torskildar og þung- meltar hugmyndir píetismans sem leiddu börn á vit annarra fyrirmynda í siðferðilegum efnum. Lífsbaráttan lagði þeim oftast þungar byrðar á herðar og það var því börnum nauð- syn að leita sér hugsvölunar á öðrum vett- vangi. Segja má að eftir því sem lífsbaráttan harðnaði hafi fyrirmyndirnar orðið mikilvæg- ari í lífi barnanna, fyrirmyndir sem gátu varð- að leiðina á fyrstu stigum ævi þeirra. Samspil daglegrar reynslu barna og aðgengilegra fyr- irmynda í umhverfi þeirra var því gríðarlega mikilvægt velferð þeirra. Hér á eftir verða þessum þætti í daglegu lífi barna og unglinga gerð skil og sýnt fram á hvernig margvísleg hversdagsleg reynsla þeirra beindi þeim frá kirkjunni og að öðrum þátt- um íslenskrar menningar sem á 19. öld stóðu þeim í auknum mæli til boða. Með öðrum orðum verður gerð tilraun til að skýra hvers vegna íslenska kirkjan missti þau sterku ítök sem hún hafði haft við mótun siðferðilegra fyrirmynda meðal barna. Þar nægir ekki að vísa til einhverra óljósra þjóðfélagsbreytinga sem oft er haldið fram að hafi átt sér stað í 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.