Ný saga - 01.01.1995, Page 64
Sigurður Gylfí Magnússon
Mörg börn sáu
til dæmis á
eftir systkinum
sínum ígröfina,
vinnuhjú komu
og fóru úr lífi
þeirra og eldri
ættingjar týndu
eðlilega hratt
tölunni
að ég varð að fara frá fóstru minni til
vandalausra, sem smaladrengur og oftast
að sumarlaginu aleinn og langt inn til fjalla,
að ég þá yrði óþreyjufullur og óyndisgjarn.
... Grét ég því oft og lengi, og fannst mér
að slíkt Iíf og tilvera væri verri en engin. Og
þótt ég að öðru leyti þráði lífið og umfram
allt að vera stór, svo stór og sterkur, að ég
engum manni þyrfti að lúta, þá komu mjög
þau augnablik - að mér fannst ég heldur
vilja losast við lífið en lifa því.'4
Þegar þetta allt er tekið saman þá blasir við
frekar nöturleg mynd af lífi barna í íslensku
bændasamfélagi. Þó verður að taka það fram
að þetta var reynsla langt frá því allra sem
ólust upp á 19. öld. Aðstæður voru að sjálf-
sögðu ólíkar en dauðinn fór hins vegar ekki í
manngreinarálit og trú fólks (sérstaklega
eldra fólks) á yfirnáttúruleg fyrirbæri var al-
menn. Margt ungmenna á þessu tímabili fékk
því að kynnast þessum þáttum mannlífsins,
þó ekki væri nema af afspurn, dauðanum,
mikilli vinnu, umræðunni um yfirskilvitleg öfl
og einstæðingsskap. í stuttu máli má því segja
að öryggisleysi hafi verið tilfinning sem allir
þekktu og stíf þátttaka í daglegum störfum
var nokkuð sem allir fengu að reyna.
Það er óhætt að leggja áherslu á að foreldr-
ar fengu takmarkað tækifæri til að sinna
börnum sínum, jafnvel við hin ákjósanlegustu
skilyrði 19. aldarinnar, svo ekki sé minnst á
aðstæður eins og þær sem Lárus J. Rist ólst
upp við. Vinna fullorðna fólksins var svo
knýjandi og tímafrek að börn nutu takmark-
aðrar athygli foreldra sinna. I stað þeirra
komu eldri ættingjar, vinnuhjú og systkini en
oft voru höggvin stór skörð í þennan hóp.
Mörg börn sáu til dæmis á eftir systkinum sín-
um í gröfina, vinnuhjú komu og fóru úr lífi
þeirra og eldri ættingjar týndu eðlilega hratt
tölunni. Útkoman var því sú að börn voru
mikið til afskipt í lífi fullorðinna fram yfir tíu
ára aldurinn eða þar til þau fóru að taka virk-
ari þátt í daglegri vinnu við hlið fullorðna
fólksins og sem jafningjar þess. Fram að þeim
tíma urðu þau að takast á við harðan veru-
leikann oft ein á báti og búa við mikið mót-
læti. Og þó svo að þau ættu eitthvert athvarf
þá sat eftir sú tilfinning að það skjól gæti hæg-
lega reynst haldlítið.
Kristileg hvatning
Það sem einkennir mannskepnuna öðru frem-
ur er ótrúleg aðlögunarhæfni og hæfileiki til
að takast á við aðstæður sem við fyrstu sýn
virðast vera allt að því óyfirstíganlegar. Þessi
eiginleiki kemur snemma í ljós. í fyrstu eru
börnin í eigin heimi en fara smám saman að
greina sig sem sjálfstæða einstaklinga og læra
að þekkja þær meginreglur sem þau verða að
fylgja. Þættir í auknum þroska þeirra tengjast
brjóstagjöf, að þekkja líkama sinn, samspili
tilfinningalegs atlætis og refsinga og leitinni
eftir siðferðilegum fyrirmyndum. Það er erfitt
að rekja sig eftir þessari þróun einstaklingsins
fyrr á tíð þar sem heimildir eru af skornum
skammti en það er hins vegar Ijóst að hver lið-
ur hennar var mikilvægur fyrir heill barnsins.
Við vitum að á 19. öldinni vantaði oft upp á
að börn nytu þess atlætis sem nauðsynlegt er
talið fyrir vöxt þeirra og viðgang. Þar má sem
dæmi nefna að brjóstagjöf var óalgeng nánast
alla 19. öldina og því hefur verið haldið frarn
að það hafi haft mjög alvarlegar afleiðingar í
för með sér fyrir tilfinningalegt uppeldi
barna.15 Þegar við bættist ákveðið tómlæti og
fjarlægð foreldra í lífi barna má segja að þörf
þeirra fyrir utanaðkomandi leiðsögn hafi
margfaldast. Fyrirmyndir í 19. aldar samfélag-
inu urðu því lykilatriði í lífi þeirra.
Með þetta í huga er áhugavert að athuga
hver viðbrögð barna voru við erfiðum að-
stæðum sínum. Hvar leituðu þau sér huggun-
ar, tilfinningalegs skjóls og styrks til að fást
við sitt daglega amstur? Þessum spurningum
er að sjálfsögðu ekki auðvelt að svara en
beinast liggur við að horfa til kirkjunnar og
mótunaráhrifa hennar á mannssálina. I til-
tölulega einhæfu hugmyndafræðilegu um-
hverfi hafði vel skipulögð kirkja eins og sú ís-
lenska algjöra yfirburði hvað varðar siðferði-
legar fyrirmyndir. Stofnunin var sérstaklega
sniðin að því hlutverki að veita þegnum sín-
um leiðsögn og styrk. Grunntónninn var sleg-
inn á strengi þeirrar trúarheimspeki sem siða-
boðskapurinn hvíldi á.
Hinn lútherski rétttrúnaður sem ríkti hér á
landi frá 17. öld og fram á 19. öld, með boð-
skap manna eins og Hallgríms Péturssonar á
oddinum, var trúarstefna sem var „vitræns
62