Ný saga - 01.01.1995, Síða 77
Almenna bænarskráin,
tveggja alda afmæli
hækkuðu í verði og hrakaði að gæðum. Jafn-
framt varð umtalsvert verðfall á flestum
gjaldvörum landsmanna og sumum jafnvel
hafnað á verslunarstöðum eða miklu meira
vinsað úr þeim en áður.
Vonbrigði og reiði á íslandi
íslendingar höfðu takmarkaða aðstöðu til að
gera sér fulla grein fyrir áhrifum stríðsins á
verslunina. Sú staðreynd blasti hins vegar við
þeim, að kaupendur konungsverslunareigna
eða fastakaupmenn voru orðnir nær einir um
hituna í verslun landsins. Beinast lá við að
kenna þetta fyrrgreindum tilskipunum frá
1792 og 1793, sem höfðu hér vissulega mikil
áhrif og vitað var að ýmsir þessara kaup-
manna höfðu komið til leiðar með síendur-
teknum kvörtunum og kærum í Kaupmanna-
höfn. Auk þess að banna íslenskum embætt-
ismönnum alla hlutdeild í versluninni hafði
Rentukammerið skrifað stiftamtmanni og
amtmönnum strengileg bréf haustið 1791 út
af slíkum orðrómi, sem var greinilega runninn
undan rifjum kaupmanna. Höfðu þó embætt-
ismenn og aðrir efnamenn í landinu verið í
upphafi fríhöndlunar hvattir án undantekn-
inga til að leggja fé í verslun og önnur nytsam-
leg fyrirtæki þar.
Til viðbótar almennri óánægju í landinu
yfir stórversnandi verslunarkjörum þóttust ís-
lenskir embæltismenn hafa gildar ástæður til
reiði og tortryggni, ekki aðeins gagnvart
kaupmönnum heldur og embættismönnuin f
Rentukammeri og sölunefnd verslunareigna
konungs fyrir tvískinnung. Reynslan hafði
þegar sýnt, að kaupendum konungsverslunar-
eigna varð mun betur ágengt við að ná fram
hagsmunamálum sínum hjá ráðamönnum í
Kaupmannahöfn heldur en íslenskum embætt-
ismönnum, sem kvörtuðu yfir einhverjum
vansmíðum á fn'höndlunarlögunum eða mis-
tökum í framkvæmd þeirra. Þetta fékk t.d.
Stefán Þórarinsson, amtmaður í norður- og
austuramti, mjög að reyna er flestum urnbóta-
tillögum hans var oftast nær umsvifalaust
hafnað. En vegna lítillar sem engrar sam-
keppni var verslunin jafnan afar óhagstæð
íbúunum norðanlands og austan.8
Verðlagstaxta og vörueftirlits
saknað
Auk þess sem nú hefur verið bent á, verður
að hafa það í huga að fríhöndlunin hafði í för
nteð sér ýmsar verulegar breytingar á þeim
verslunarháttum sem íslendingar höfðu lengi
átt að venjast. Ein róttækasta breytingin var
sú, að í stað stjórnskipaðs verslunartaxta skyldi
vöruverð framvegis vera samkomulagsatriði
milli kaupmanna og landsmanna. Höfundar
fríhöndlunarlaganna í landsnefndinni frá
1785, sem voru síðan flestir skipaðir í sölu-
nefndina, voru furðubjartsýnir á það, að þrátt
fyrir einangrun landsins og samgönguleysi
innanlands, yrði nægileg samkeppni í verslun-
inni til þess að hún reyndist hagstæð lands-
mönnum, svo sem varðandi verðlag og magn
og gæði innfluttra vara. í samræmi við það var
kveðið svo á í verslunartilskipuninni frá 13.
júní 1787 (II, 14) að samkvæmt eðli frjálsrar
verslunar væri ekki hægt að bera fram neinar
almennar kærur yfir háu verðlagi eða slæm-
um vörum.
Hér var einmitt um þau atriði að ræða, sem
höfðu lengst einokunar verið helstu kvörtun-
arefni íslendinga ásamt kærum yfir skorti á
ýmsum brýnustu nauðsynjavörum. Að vísu
var svo til ætlast að embættismenn hefðu
áfram dálítið eftirlit með því, að helstu nauð-
synjavörur væru til í verslunum og ekki væru
seldar þar matvörur er hættulegar gætu talist
heilsu manna. Að öðru leyti var dregið að
mun úr fyrri réttindum embættismanna í
landinu til afskipta af versluninni, sem höfðu
einkurn verið mikil í tíð konungsverslun-
arinnar síðari. I staðinn var meira að segja
lögð í verslunartilskipuninni (II, 22) áhersla á
skyldur embættismanna til að vera hjálpsam-
ir við kaupmenn. íslenskir embættismenn
voru allt annað en ánægðir með þessar breyt-
ingar, enda töldu þeir ekki vanþörf á ströngu
eftirliti með versluninni, slíkur einokunar-
bragur sem varð víða á henni eftir tilkomu frí-
höndlunar.
íslendingum brá einna rnest við það að
hafa ekki lengur neinn opinberan taxta að
styðjast við um ‘verð á innfluttum vörum og á
eigin vörum. Þeir höfðu enga aðstöðu til að
fylgjast með verðlagi erlendis og urðu hvort
75