Ný saga - 01.01.1995, Side 78
Sigfús Haukur Andrésson
Umbótakröfur
tendraðar erlendum
frelsishugsjónum
Almenna bœnarskráin er, eins ogfyrrseg-
ir, dagsett á Alþingi við Öxará 24. júlí
1795. Gömul venja var að stað- og dag-
setja slíkar bœnarskrár þar, og hún hélst
eftir að Alþingi varð aðeins dómþing með
einveldishyllingunni 1662, enda hittust
fyrirmenn landsins eftir sem áður árlega
þar. Þótt bænarskráin sé stíluð til Krist-
jáns konungs VII., var hún að sjálfsögðu
œtluð Friðriki krónprinsi (síðar konungi
VI.) sem hafði vegna geðveiki föður síns
farið með konungsvaldið síðan 1784.
Bœnarskráin er allmikið skjal og nokkuð
langdregin á pörtum. Texti hennar nœr
yfir rúmar 30 blaðsíður í prentuðu útgáf-
unni frá 1797, sem er í áttablaðabroti. Þar
við bætast álíka löng og ennþá stóryrtari
álitsgerð Stefáns Þórarinssonar og stutt
meðmœli Joachims Vibes amtmanns í
vesturamti.'2 Ólafur Stefánsson hœtti hins
vegar við að mæla með bœnarskránni eins
og síðar getur nánar.
Bænarskráin er aðeins til á dönsku, en
hér skulu tekin nokkur dœmi úr henni í ís-
lenskri þýðingu greinarhöfundar og vísað
jafnóðum til blaðsíðutala prentuðu útgáf-
3í
Almenna bœnarskráin hefst á þessa leið:
tímum hins glæsilega forna þjóð-
veldis naut ísland, erfðaland yðar
. konunglegu hátignar, ávaxta
'langvarandi og heillavænlegs frelsis sem
frjálst og fullvalda ríki. En fyrst og fremst
frelsið er þess megnugt að móta heila
þjóð í samræmi við það sem náttúran ætl-
ast til að sé mönnum fyrir bestu. Sagan
sannar að þá voru íslendingar gæddir
hreysti, hugprýði, heilbrigði og dugnaði.
Efnahagur þeirra og menning voru blóm-
leg og þeir undu glaðir við sitt, þó að
landið væri harðbýlt. Þannig hélst þetta
meira að segja lengi eftir að landsmenn,
af frjálsum vilja og að undangengnum
fortölum, gengu Noregskonungi á hönd.
Harðæri og landplágur urðu þess svo
valdandi að íslendingar misstu verslun-
ina úr höndum sér og urðu að búa við fé-
flettingu miskunnarlausra verslunarfé-
laga og einokunarkaupmanna, sem drápu
niður forna iðni þeirra og framtakssemi
(bls. 3-4).
Pað varð hlutskipti mildrar stjórnar yðar
konuglegu hátignar að leysa íslendinga
úr viðjum langvinnrar, hörmulegrar og
þrúgandi einokunar. Þær vonir, sem ís-
lendingum voru gefnar árið 1786 um
frjálsa verslun og rækilegur undirbúning-
ur að henni þá og árið eftir, endurvöktu
hug þeirra og dug. Með ákafri eftirvænt-
ingu biðu þeir þeirrar heillavænlegu
breytingar, að þeir endurheimtu frelsið,
ein af frumréttindum mannsins, sem forð-
um voru frá þeim tekin en eru eina leiðin
þeim til viðreisnar og heilla (bls. 4-5).
Um það að hin fyrirhugaða frjálsa verslun
hafi snúist í andstœðu sína segir /neðal
annars:
Er í raun og veru unnt á nokkurn hátt að
kalla þá verslun frjálsa íslendingum, sem
meinar þeim viðskipti við alla aðra í víðri
veröld en þá fáu kaupmenn er versla al-
einir og telja sig eina hafa rétt til að ver-
sla við Iandsmenn á hverjum verslunar-
stað, kaupmenn, sem hafa gróðahyggj-
una eina en engin önnur lög að leiðar-
ljósi? Á flestum höfnum landsins er
verslunin aðeins undir umsjón einnar
búðarloku sem kallast faktor. Þessir fakt-
orar fá við og við sendar slæmar og oft
skemmdar vörur, jafnvel úrkastsvörur,
nær eingöngu frá Kaupmannahöfn. Þessu
pranga þeir inn á þurfandi menn á okur-
verði og einungis gegn bestu gjaldvörum
landsmanna, sem þeir verðleggja að eigin
geðþótta. Jafnframt neyða þessir faktor-
ar menn til að kaupa svo og svo mikið af
óþörfum og lélegum varningi ásamt þeim
nauðsynjavörum sem þá vanhagar um
(bls. 6).
Það er þannig bersýnilegt að verslunar-
fyrirkomulag það, sem vér búum við, fel-
ur í sér ófrelsi, kúgun og þrælkun gagn-
vart Islendingum. Hins vegar er verslun-
in ekki einungis frjáls kaupmönnum,
... verslunar-
fyrirkomulag
það, sem vér
búum víð, felur
t sér ófrelsi,
kúgun og
þrælkun...
sem var að sætta sig við það verð, sem var
ákveðið af kaupmönnum með meiri og minni
einokunaraðstöðu. Auk þess tóku fríhöndl-
unarkaupmenn unnvörpum upp að nýju þá
gömlu viðskiptahætti einokunarinnar, sem
höfðu lagst að mestu niður í tíð konungsversl-
unar síðari, að láta menn því aðeins fá þær
nauðsynjavörur sem þeir sóttust aðallega eft-
ir að þeir keyptu jafnframt ýmsan miður
nauðsynlegan eða alveg óþarfan varning.9
Greinilegt er að íslendingum var mjög
heitt í hamsi á árunum 1794-97 út af slæmum
verslunarkjörum. Það sýna m.a. þær fjöl-
mörgu kærur og kvartanir, sem embættis-
mönnum bárust þá hvaðanæva af manntals-
þingum og þeir ítrekuðu síðan við Rentu-
kammerið án þess að hafa af því árangur sem
erfiði.10
76