Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 79

Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 79
Almenna bænarskráin, tveggja alda afmæli heldur hefur þeim verið fengið slíkt ofur- vald einokunar, að enginn einokunar- kaupmaður, ekkert verslunarfélag hefur nokkru sinni sveiflað slíkum þrúgandi járnveldissprota yfir landinu (bls. 8). Síðar er vikið að búsetu kaupmanna utan landsins: Pað sem ennfremur gerir þessa verslun svo stórskaðlega íslandi er það meginal- riði, að flestir kaupmenn vorir búa í Kaupmannahöfn. Þess vegna verður að líta svo á, að þeir séu íslandi algerlega óviðkomandi persónur. Eigi þeir ein- hverja fjármuni eru þeir ekki í umferð hér á landi, heldur sogast allt það, sem þeir kunna á einhvern hátt að græða, burt frá íslandi og kemur þangað aldrei aftur. Allt það, sem þeir nota til fram- færslu sér og fjölskyldum sínum og fer kannski stundum langt fram úr allri hóf- serni í hringiðu hinnar dýru Kaupmanna- hafnar, verður landinu að engu. Þetta miðar á engan hátt að velferð íslands, heldur þvert á móti að hruni þess. Af þessum ástæðum verður að líta svo á, að verslunin sé algerlega óvirk, þar eð landsmenn geta ekki talist eiga neitt skip eða verslunarhús, að undanteknum eign- um þeirra örfáu kaupmanna sem búa í landinu. En allt liitt verður að teljast er- lendar eignir og landinu óviðkomandi (bls. 25). Eftir að bœnarskrármenn telja sig hafa leitt að því óyggjandi rök, að ástand versl- unarinnar sé algerlega óþolandi fyrir ís- land og allan viðgang þar, jafnt efnahags- legan sem andlegan, segir: Með ákafri óánægju og gremju finna menn og sjá l'ram á óhugnanlegar afleið- ingar þessa ástands, sem dregur þrótt úr núlifandi kynslóðum í landinu og ógnar bæði þeim og óbornum kynslóðum með mesta eymdarlífi, ef ekki algerri tortím- ingu. Því lengur sem óánægjan grefur um sig í brjóstum þeirra er sæta kúgun og fé- flettingu, því lengur sem almúginn hróp- ar árangurslaust á stuðning yfirvalda í Iandinu, og því oftar senr þau sjálf gefa árangurslaust og með bundnar hendur skýrslur um neyð landsmanna án þess að hlustað sé á sanngjarnar kærur þeirra eða hugsað um úrræði til að setja kaupmönn- um vorum einhver takmörk, því meira eykst gremja manna yfir núverandi versl- unarfyrirkomulagi, sem misbýður frelsi þeirra að ósekju. Ef Islendingar hefðu ekki svo mikla reynslu af því hve mjög yðar konunglcga hátign hefur ávallt ver- ið boðin og búin til að létta hin hörðu kjör þeirra, ef ekki væri unnt að vona að þessar sönnu og auðmjúku skýrslur um neyð vora, sem yðar konunglegu hátign hefur annaðhvort verið ókunnugt um eða hefur verið haldið leyndum fyrir rann- sakandi augum yðar hátignar, myndu liræra hið milda hjarta landsföðurins, ef menn hefðu ekki bæði rökstuddar vonir um og reiddu sig algerlega á skjóta hjálp og björgun, ef þjóð vor gleymdi eitt and- artak þeirri hollustu og hlýðni, sem henni bæði ber og hún leitast lfka ávallt við að sýna lögum og tilskipunum yðar hátignar, hversu ógerlegt hlyti það að öðrum kosti að vera fyrir yfirvöldin að draga úr eða stemma stigu við örvæntingu þjóðar sem er misboðið með slíkri verslun!; hversu ómögulegt væri þá að halda þjóðinni, sem er kúguð og misþyrmt af versluninni, lengur sljórri gagnvart örvandi rödd meðfæddra frelsisréttinda! (bls. 26-27). Pá er sú ákvörðun að gefa bœnarskrána og fylgiskjöl hennar út á prenti rökstudd á þessa leið: Til allrar óhamingju fyrir oss erum vér svo hörmulega langt burtu frá hásæti yðar konunglegu hátignar, en andstæð- ingar sem hafa hagsmuna að gæta í þessu máli á hinn bóginn svo nálægir. Þeir gætu því ef til vill reynt með leynd að koma á framfæri fölskum röksemdum gegn frelsi og viðreisn Islands, án þess að vér hefð- urn hugmynd um eða aðstöðu til skýringa og andsvara. Vér vonum þess vegna að yðar hátign fyrirgefi oss, að vér neyðumst nú lil að grípa til varúðar- og varnarráð- stafana sem eru í fullu samræmi við lög- mál náttúrunnar og réttlætisins, semsé að gefa út á prenti orðrétt afrit af þessari bænarskrá ásamt álitsgerðum stiftamt- manns [svo] og amtmanna. Á þennan hátt eru þeir, sem hafa eitthvað raun- verulegt við þessi skrif að athuga, hvattir til að setja einnig röksemdir sínar fram opinberlega, og síðan skulum vér athuga þær nákvæmlega og svara þeim eftir því sem ástæða þykir til. Þannig væntum vér í allri auðmýkt að meðtaka allramildileg- astan dóm og úrskurð yðar konunglegu hátignar um örlög vor sjálfra og óborinna kynslóða á grundvelli opinberlega fram- lagðra röksemda, en ekki eigingjarns og leynilegs rógburðar og annarrar bak- tjaldastarfsemi sem miðar að hruni föð- urlands vors (bls.31).13 Einbættismenn gangast fyrir bænarskrá til konungs Þannig fór um þessar mundir saman almenn óánægja með fríhöndlunina, gremja í garð fastakaupmanna og óvenjumikil óvild og tor- tryggni íslenskra embættismanna gagnvart þeim og ráðamönnum í Rentukammeri og sölunefnd. Það var við þessar aðstæður sem Stefán amtmaður Þórarinsson og Magnús Stephensen, þá lögmaður norðanlands og vestan og settur landfógeti, höfðu frumkvæði að því, þegar fyrirmenn landsins hittust á Al- þingi við Öxará sumarið 1795, að Islendingar sneru sér beint til konungs með almennri bænarskrá, undirskrifaðri af sýslumönnum og próföstum í landinu. Á þeim forsendum að fríhöndlunin hefði brugðist þeim vonum sem við hana voru bundnar og snúist upp í hina verstu einokun, skyldi farið fram á fullt versl- 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.