Ný saga - 01.01.1995, Síða 82

Ný saga - 01.01.1995, Síða 82
Sigfús Haukur Andrésson Mynd 3. Upphaf almennu bænarskrárinnar. Eintakið úr suðuramti. Bænarskráin hefst með lofgerð um þjóðveidið forna og er þetta tímabil þar kallað „hine Republikens gyldne Tider. “ Sjá má á myndinni að undir þetta er strikað og lóðrétt strík er meðfram sex fyrstu línunum. Þannig hafa rauð strik og fleiri auðkenni verið sett við þau atriði í bænarskránni og ýmsum helstu fylgiskjölum hennar, sem fóru hvað mest fyrir brjóstið á Friðriki krónprinsi og þeim embættismönnum hans er um málið fjölluðu. bættu úr skák þau margvíslegu stóryrði sem viðhöfð eru í bænarskránni og álitsgerð Stef- áns Þórarinssonar, hvað þá sífelldar skírskot- anir til frelsis (þar á meðal prentfrelsisins), náttúruréttar, borgaralegra réttinda, þjóðar- og þegnréttinda eða að þjóðveldið forna er kallað republik og íslendingar þjóð með orð- inu nation. En öll höfðu ofangreind orð býsna byltingarkennda merkingu á þessum tíma. Við allt þetta hafa þeir embættismenn, sem fjölluðu um bænarskrána og lögðu málið síð- an fyrir krónprinsinn, gert rauð strik og önn- ur auðkenni.21 Var tilgangurinn líklega sá að beina athygli hans að þessu orðalagi sem þeir vissu að vekti megna andúð hans. En embætt- ismenn í Rentukemmeri og sölunefnd hlutu að vera reiðir vegna þeirrar augljósu tor- tryggni, sem kemur fram gagnvart þeim í bænarskránni og álitsgerð Stefáns og í því til- tæki að birta þessi skjöl á prenti.22 Bænarskránni hafnað ineð harðorðum konungsúrskurði Málflutningur bænarskrármanna bendir satt að segja til furðumikils ókunnugleika um það, hvað væri vænlegast til árangurs á hæstu stöð- um í Kaupmannahöfn. Þeir hljóta t.d. að hafa talið Friðrik krónprins vera miklu frjálslynd- ari og víðsýnni mann en hann var í reynd. Og kannski settu þeir lfka upphaflega traust sitt á Bernstorff. Ekki er að orðlengja það að bæn- arskránni var algerlega hafnað með ýtarleg- um konungsúrskurði 29. september 1797. Að- standendur hennar fengu alvarlegar áminn- ingar með hótunum um embættismissi ef þeir létu slíkt og þvílíkt henda sig öðru sinni. Til frekari áréttingar var ekki aðeins fyrirskipað að úrskurðurinn yrði lesinn upp á Alþingi og birtur í Alþingisbók bæði á íslensku og dönsku eins og algengt var, heldur skyldi hann líka lesinn upp á öllum manntalsþingum og prent- uðum eintökum af honum dreift til hrepp- stjóranna í landinu. í úrskurðinum var staðhæft að íslenska verslunin væri frjáls, eða a.m.k. eins frjáls og framast gæti samrýmst hagsmunum lands- manna sjálfra og ríkisins í heild. Vísað var til fyrrnefndra ákvæða fríhöndlunarlaganna, að samkvæmt eðli frjálsrar verslunar væri ekki 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.