Ný saga - 01.01.1995, Side 85
Eggert Þór Bernharðsson
Að byggja sér veldi
Hugleiðing um húsagerðarlist „nýfrjálsrar"þjóðar
tundum er sagt að fátæku fólki sem
kemst í álnir hætti oft meira til að hríf-
ast af yfirborðsgljáa en fólki sem á sér
órofna hefð og trygga festu.* Sjái efnalítið
fólk auðæfi fari það jafnvel ósjálfrátt að líkja
eftir siðum svarts fugls sem forðum vaktaði
hér býli. Ekki er laust við að þetta með hrafn-
ana eigi við íslendinga fyrstu áratugina eftir
stofnun lýðveldis því nýríku einkennin má sjá
víða í umgjörðinni sem landsmenn smíðuðu
sér eftir seinna stríð, svo senr í húsagerð, inn-
réttingum og glingri. Að þessu leyti má til
sanns vegar færa að umgjörð spegli innri
mann.
Hjá alþýðu kostuðu nýju lífsgæðin mikla
vinnu og erfiði. Fólk bjó með minningu for-
feðra sem setið höfðu á jaðri hungursneyðar
öldum saman. Petta fólk fann hrikta í stoðum
lífsbjargar þegar kreppa fjórða áratugar 20.
aldar dundi yfir. Það ólst upp við þrengsli og
skort og því strengdu margir þess þögul heit
að búa sér og sínum skárri framtíð. Draurn-
arnir skyldu rætast á börnunum. Þjóðin vildi
hefja sig úr niðurlægingunni og sýna að hún
stæði á sömu fótum og aðrar sjálfstæðar og
„siðaðar“ þjóðir.
Óráðin framtíð
íslendingum var vandi á höndurn þegar þeir
tókust á við gagngera uppbyggingu að lokinni
síðari heimsstyrjöld. Þeir risu upp ríkir af
stríðsgróða og urðu nánast að byggja hús sín
frá grunni. Nágrannaþjóðirnar höfðu fyrir
langa löngu fundið byggingarlist sinni fast
svipmót, sem þær síðan treystu í sessi eða út-
færðu á ýmsa vegu. En á Islandi var ekki að
finna festu gróinnar borgmenningar.1
Þegar íslendingar ferðuðust til annarra
landa á fyrstu áratugum 20. aldar blasti við
þeim annað umhverfi en þeir áttu að venjast.
Þannig var t.d. fyrsta ferð Haraldar Björns-
sonar leikara (f. 1891) til Kaupmannahafnar
haustið 1915 seiðmögnuð, ekki síst vegna
„þeirrar dýrðar" sem fyrir augu hans bar þeg-
ar siglt var inn Eyrarsund. Hann sagði svo frá:
Ég stóð við borðstokkinn og starði frá mér
numinn á borgina miklu sem framundan
var. ... ég var ekki í skapi til þess að fara
með bíl... [á áfangastað] heldur fór rakleitt
frá borði og gekk upp í borgina. Og ég
gekk og gekk. Ég vissi varla af mér og ég er
sannfærður um að ég hef gengið í marga
klukkutíma. Ég var gripinn einhverri ein-
kennilegri sælutilfinningu.2
í huga Haraldar fléttuðust saman ólíkar
kenndir, tilfinningar svipaðar því
og maður finnur fyrir þegar rnaður stendur
á háum fjallstindi og horfir yfir blómlega
byggð. Mér fannst ég vera algerlega frjáls
og öllum og öllu óháður. Svona gekk ég
eins og í draumi og vissi ekkert hvert ég var
að fara. ... Svo fór að dimma og þá heyrði
ég eitthvert skrölt í fjarska og þóttist vita
að það kæmi frá einhverju farartæki.
Þarna var sporvagn á ferð, sem var á leið nið-
ur á Ráðhústorg, og Haraldur fór með hon-
urn: „Þeirri sporvagnsferð gleymi ég aldrei.
Ég var blátt áfram töfraður af þessum stóru
byggingum, búðunum og fólkinu og þó fyrst
og fremst af andrúmsloftinu. Mér fannst ég
vera kominn í annan heim.“
Skipulagsmál og bygging þéttbýlis „voru
ákaflega fjarlæg í því staðnaða bændaþjóðfé-
lagi, sem Islendingar byggðu.“3 Þegar þéttbýl-
ið var farið að taka á sig mynd á öndverðri 20.
83