Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 92
Eggert Pór Bernharðsson
Á vissum tíma-
skeiðum vann
byggingarhrað-
inn fremur gegn
byggingarlistinni
en með henni
Valdalitlir arkitektar?
Margir virtust fremur líta á arkitektana sem
leiðbeinendur við byggingu húsa en lista-
menn og meistara sem hefðu vit og smekk
sem vert væri að taka mark á. Fjöldinn í stétt-
inni virtist í samræmi við þetta sjónarmið því
fram á sjöunda áratuginn voru menntaðir
húsameistarar enn fáir í Reykjavík, töldust
lengst af innan við þrjátíu. Þessi hópur gat
ekki sinnt öllum þeim verkefnum sem þurfti
að leysa, enda lifði sú gamla hefð góðu lífi að
ýmsir aðrir en þeir teiknuðu hús. Byggingar-
lög gerðu ráð fyrir þessu þar sem ákvæði um
sérmenntun í húsagerðarlist var þar ekki að
finna.43 Árið 1978 var þó komið í lög, að rétt
til að gera aðaluppdrætti og séruppdrætti af
húsum og öðrum mannvirkjum hefðu arki-
tektar, byggingarfræðingar, tæknifræðingar
og verkfræðingar, hver á sínu sviði, auk þess
mættu búfræðikandidatar úr tæknideildum
búnaðarháskóla með tiltekna starfsreynslu
sinna landbúnaðarbyggingum. Hins vegar
héldu aðrir sínum rétti til að teikna hús, sem
höfðu hlotið hann áður en lögin gengu í gildi.
Þetta var síðan áréttað í byggingarreglugerð
árið 1992.44 í upphafi áttunda áratugarins var
fullyrt að arkitektar teiknuðu „í mesta lagi
10%“ af því sem væri byggt. Þessi tala var
endurtekin um 1980.45
Þeir sem höfðu numið húsagerðarlist
studdust oft við aðrar forsendur en hinir, sem
ekki voru sérmenntaðir á því sviði, og því
kannski vart að furða að arkitektar kvörtuðu
yfir því að aðrir en húsameistarar teiknuðu
hús.46 En kringumstæður í Reykjavík eftir
seinna stríð kölluðu öðrum þræði á þetta fyr-
irkomulag þar sem hraða þurfti uppbyggingu
höfuðstaðarins og koma til móts við allan
þann fjölda sem eygði möguleika á að eignast
húsnæði.
Á vissum tímaskeiðum vann byggingar-
hraðinn fremur gegn byggingarlistinni en
með henni. Tíminn frá því að lóð var úthlut-
að og þar til tilvonandi íbúar kröfðust þess að
hafist yrði handa um byggingu viðkomandi
húss var oft ansi skammur. Ekki var alltaf
hlaupið að því að fá lóðir undir hús því tíma
tók að gera land byggingarhæft og þar mæddi
á yfirvöldum bæjanna. Þau reyndu að leggja
sig fram um holræsagerð, vatnsveitu, hita-
veitu, rafmagn og þvíumlíkt. I Reykjavík vildi
byggðin dreifast svo að yfirvöld urðu að búa í
haginn fyrir húsbyggingar víða í bæjarland-
inu, verkefnin voru svo sundurleit. Undirbún-
ingurinn var bæjarfélaginu dýr áður en hús-
byggjendur fóru að taka þátt í kostnaðinum
með gatnagerðargjöldum, en vísir að þeim
kom ekki til fyrr en um 1960.47
Þegar lóð og byggingarleyfi loksins fékkst
vildi margt fólk hafa hraðar hendur og drífa
hús sín upp á sem skemmstum tíma. Allt skyldi
gerast með leifturhraða. Menn þrýstu bæði á
húsameistara og þá sem byggðu. Sumir arki-
tektar undu þessu þó ekki og neituðu jafnvel
að teikna nema fá til þess skikkanlegan tíma.
Iðulega kom fyrir að verkefni voru fengin í
hendur húsameisturum með því skilyrði að
umbeðinn uppdráttur kæmist „fyrir næsta
byggingarnefndarfund“ en vinnubrögð af því
tagi buðu ósjaldan heim vandræðum og káki,
sem gátu síðan haft í för með sér aukinn
kostnað. Húsameisturum þótti ekki til of mik-
ils mælst að tveir til fjórir mánuðir væru ætl-
aðir til undirbúnings húsakosti sem standa
ætti um ókomna framtíð. Undir lok sjötta ára-
tugarins var á það bent, að víðast annars stað-
ar væri ekki hafist handa um húsbyggingu fyrr
en gengið hefði verið að fullu frá bæði frum-
uppdráttum og séruppdráttum, er sýndu
greinilega hvern áfanga framkvæmdanna.4ti
Húsameistarar voru ekki aðeins argir yfir
asanum á fólki. Suntir voru lítt hrifnir af ýms-
um hugmyndum almennings um útlit húsa og
voru tregir að fylgja þeim eftir, lögðu til aðra
og að þeirra dómi betri og smekklegri kosti.
En menn sem vildu komast sem fyrst undir
nýtt þak máttu stundum ekkert vera að því að
bíða eftir slíkum vangaveltum og sneru sér þá
frernur til þeirra sem treystu sér til að vinna
verkið á skjótan hátt og létu sér vel líka tillög-
ur urn útlit. Hætt var þó við því að hraðinn
bitnaði á arkitektúrnum og þar með ásýnd
byggðarinnar.41'
Hraðinn kom ekki bara til af persónulegu
óþoli, húsnæðisvandræðin í Reykjavík voru
slík á fimmta og sjötta áratugnum að nauð-
synlegt var að byggja sem mest á sem
skemmstum tíma og með sem minnstum til-