Ný saga - 01.01.1995, Page 95
Að byggja sér veldi
ótvíræðan kost að inn í landið flyttist fjöl-
breytt reynsla, svo lengi sem góð verk yrðu til
og vel væri unnið úr ólíkum hugmyndum.
Beinlínis væri æskilegt að menn sæktu sér fyr-
irmyndir og stfl til allra átta, kynntust öllum
mögulegum stefnum og straumum. Væru Is-
lendingar ruglaðir í ríminu væri það hið eðli-
lega menningarástand, lýðveldisbyggingarnar
sýndu hina sönnu mynd sem til varð í frelsinu.
Hverjum manni væri líka hollt að fara út fyr-
ir landsteinana. Þá fyrst fengju þeir tækifæri
til að skilja sjálfa sig og samfélagið í réttu
ljósi. Auk þess væri tómt mál að tala um inn-
lenda listastofnun eða arkitektaskóla á með-
an grunnforsendurnar vantaði, þ.e. hæft
kennaralið. Þar til að því kæmi yrði slík stofn-
un hugsýn ein.63
Á ofanverðum níunda áratugnum urðu
þær raddir þó æ háværari sem óskuðu eftir
innlendu arkitektanámi. Tími væri svo sann-
arlega kominn til að menn leituðu rótanna,
settust á rökstóla og hugsuðu málin.64 For-
sendur innlendrar stofnunar voru þá jafn-
framt orðnar betri. Húsameistarar með langa
reynslu og mikla menntun voru fleiri, nýr um-
ræðuvettvangur hafði skapast um húsagerð-
arlist með útgáfu fagtímarits, umfangsmeiri
rannsóknir á byggingarsögu Islendinga lágu
fyrir og ný verkefni og vinnubrögð gerðu
mönnum kleift að fylgja hugmyndum sínum
um skipulag og hönnun heilla hverfa frá upp-
hafi til enda.
„Rökrétt afleiöing aðstæðnanna“?
Þótt þúsund ár væru liðin frá landnámsöld
þegar íslendingar fluttust í þéttbýli, námu
þeir borgarland líkt og ónumið og „villt vest-
ur“ væri. Hefðin setti húsateiknurum engan
stól fyrir dyrnar, því byggingarhefð borgara
var varla til. Frumherjarnir nutu ekki sama
aðhalds og erlendir starfsbræður, þeir fengu
ekki þá skólun og ögun sem fólst í menntun,
sýningum, tímaritum og stofnunum milljóna-
þjóðanna. í þessum sporum stóðu flestir ís-
lendingar við mótun innlendrar borgmenn-
ingar, þá skorti á flestum sviðum grunn að
standa á. Væri eitthvað athugavert við út-
komuna gekk ekki að skella skuldinni á arki-
tekta hins nýja samfélags, því að niðurstaðan
var ekki síður afsprengi menningar sem
reikul og hikandi tók mikla kollsteypu. Á
meðan fólkið fann sér nýja hætti og nam
borgarland var það berskjaldaðra en ella fyr-
ir utanaðkomandi stefnum og straumum.
Meiri festa var komin á þjóðlífið undir lok
Mynd 6.
Hús Gísla Halldórs-
sonar arkitekts við
Tómasarhaga var
verðlaunað á sjötta
áratugnum sem
fegursta hús Reykja-
víkur, m.a. þótti
fyrirkomulag hússins
á lóðinni ágætt,
„einkum hvernig
garðurinn er tengdur
sjálfu húsinu með
súlnagöngum, sem
jafnframt eru
undirstöður þeirrar
álmu efri hæðar, þar
sem dagstofur eru
staðsettar. “
93