Ný saga - 01.01.1995, Side 96

Ný saga - 01.01.1995, Side 96
Eggert Þór Bernharðsson Mynd 7. Skoðun Guðmundar Andra Thorssonar á húsagerð Islendinga, í erindasafninu Tilraunin ísland í 50 ár (bls. 159), sem gefið var út i tilefni af 50 ára afmæli íslenska týðveidisins árið 1994. Hin stóru og stöku hús eru einstök. Sérhvert þeirra er gagnólíkt næsta húsi í stíl og stærð. íslensk einbýlishús eiga einungis tvennt sameiginlegt: að vera alltof stór, og veráteiknuð af fólkinu sjálfu með aðstoð verkfræðinga. Þeir sjá um burðarþolsfræðina, en fólkið sjálft sér svo um hið listræna i byggingunum, hið persónulega, hið sérstaka. Þetta er ástæðan fyrir hinum einstæða íslenska byggingastíl sem vekur athygli margra sem hingað koma, og j afnvel aðdáun sumra, því hann er ríkmannlegur og villimannlegur í senn; skeytingarleysið um sögu, hefðir, stílsnið og smekklega sambúð stílbrigða vitnar líka um frelsi, sjálfstæði, ákveðni og sjálfsöryggi þjóðar sem ætlar aldrei aldrei aftur að hírast í moldarkofum. í íslenskum byggingastíl helst vanþekking í hendur við óbilandi sjálfstraust á einhvem hrífandi hátt. Af sama toga em stórbrotin kaup á fótanuddtækjum, heimilistölvum, gervihnattadiskum, brauð- gerðarvélum, skemmturum, faxtækjum, símsvömm, bílasímum og yfirleitt öllu því sem er þráðlaust, fjarstýrt og dígítal og óþarft. Þetta lýsir fölskvalausri trú á nútímann; vitnar um þjóð sem hrífst af sérhverju galdratæki sem út af honum gengur- þetta sýnir okkur þjóð sem er í óvenjulega nánu og sterku sambandi við fortíð sína, man kuldann og eymdina og úrræðaleysið og fákænskuna sem fátæktin ól og ætlar aldrei aftur að hírast í moldarkofum, heldur taka þátt í nútímanum af alefli; veit rétt eins og fólk af nýuppgötvuðum þjóðflokki í Amazon að úr með tölvupípi er undursamleg vél. Þessi stóm og stöku hús em eins og fyrr segir teiknuð af fólkinusjálfu.ogþaðtreystirtækni- ogverkffæðingumbeturtil að útfæra hugmyndimar en arkitektum. íslendingurinn hugsar: hvers vegna skyldi ég ekki hafa vit á húsinu sem ég ætla að búa í, og má eiginlega merkilegt heita að fólk hér skuli ekki lfka smíða sér sína eigin bíla. 20. aldar en fyrr á öldinni. Fólk var farið að aðlagast lífi í borg, og æ fleiri virtust gera sér grein fyrir gildi byggingarlistar og mótun um- hverfis. Nýjar kynslóðir voru komnar fram sem gerðu aðrar kröfur en þær sem byggðu bæina um og upp úr miðri öldinni. Hugarfar nýríku þjóðarinnar, sem kunni vart fóturn sín- um forráð í snöggri og síðbúinni iðnbyltingu, var á undanhaldi. Stundum er sagt að hver kynslóð hreppi þær byggingar og byggjendur sem hún verð- skuldar. Þau verk sem fengu hvað harðasta gagnrýni eftir seinna stríð spegluðu þær kringumstæður sem ríktu þegar allt var á fljúgandi ferð og fólk hafði skyndilega nægi- legt fé handa í milli til að „steypa“ drauma sína. Húsagerðarlistin fór ekki varhluta af því. Hún var hluti af nýjum skilyrðum nýs samfélags. Og kannski varð útkoman eins og torfbærinn forðum: „rökrétt afleiðing að- stæðnanna“? *Þórunni Valdimarsdóttur rithöfundi og sagnfræðingi er þakkaður ítarlegur yfirlestur og margar gagnlegar ábend- ingar. Tilvísanir 1. Um húsbyggingar fyrri alda, sjá Guðmundur Hannes- son, „Húsagerð á íslandi“, í Guðmjundur] Finnbogason (ritstj.), Iðnsaga íslands (Rv„ 1943), bls. 1-187. - Um skipulagsmál fyrr á tíð og viðhorf til þéttbýlis, sjá Páll Líndal, Bœirnir byggjast. Yfirlit um þróun skipulagsmála á Islandi lil ársins 1938 (Rv„ 1982), bls. 12-83. 2. Njörður P. Njarðvík, Sá svarti senuþjófur. Ilaraldur Björnsson í eigin hlutverki (Rv„ 1963), bls. 30-31. 3. Páll Líndal, Bceirnir byggjast, bls. 81. 4. Sbr. Guðmundur Hannesson, Um skipulag bœja (Rv„ 1916). - Guðjón Samúelsson, „Bæjafyrirkomulag", Lög- rétta 10. júlí 1912, bls. 136 og 17. júlí 1912, bls. 139. 5. Páll Líndal, Bœirnir byggjast, bls. 110-19, 132-58. - Trausti Valsson, Reykjavík. Vaxtarbroddur. Þróun höfuö- borgar (Rv„ 1986), bls. 39-43. 6. Sbr. t.d. Trausti Valsson, Reykjavík. Vaxtarbroddur, bls. 47-62. 7. Hörður Ágústsson, „Byggingarlist [II]“, Birtingur [4]:2 (1958), bls. 20. 8. Hörður Ágústsson, „Ágrip af húsagerðarsögu þéttbýl- is á íslandi", Maður og borg. Erindi haldin á ráðstéfnu 9. og 10. júní 1979. Líf og land. [Rv„ 1979], bls. 18. 9. Hörður Ágústsson, „Byggingarlist [Il]“, bls. 20. 10. Sjá t.d. Þórir Baldvinsson, „Heimili sveitanna", Húsa- kostur og híbýiaprýði (Rv„ 1939), bls. 30. - Hörður Bjarnason, „Um byggingar í sveit og kaupstað", Sam- vinnan 38:3 (1944), bls. 74-76. - Aðalsteinn Richter, „Hvernig á ibúðarhús að vera?“, Samtíðin 13:8 (1946), bls. 7-8. - Hörður Ágústsson, „Byggingarlist [II]“, bls. 21. 11. Hörður Bjarnason, „Borgir og byggingar", Vísindi nútímans. Viðfangsefni þeirra og hagnýting. Sunnudags- erindi Ríkisútvarpsins 1957-1958. Símon Jóh. Ágústsson sá um útgáfuna (Rv„ 1958), bls. 138. - Guðmundur Hannesson, „Húsagerð á Islandi", bls. 194-215. 12. Stjórnartíðindi 1915, B, bls. 152. - Trausti Valsson, Reykjavík. Vaxtarbroddur, bls. 39. 13. Guömundur Hannesson, „Húsagerð á Islandi", bls. 240-66. - Hörður Ágústsson, „Islensk húsagerð", Maður og umhverfi. Erindi flutt á ráðstefnu 24.-25. febrúar. Líf 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.