Ný saga - 01.01.1995, Síða 96
Eggert Þór Bernharðsson
Mynd 7.
Skoðun Guðmundar
Andra Thorssonar á
húsagerð Islendinga,
í erindasafninu
Tilraunin ísland í 50
ár (bls. 159), sem
gefið var út i tilefni
af 50 ára afmæli
íslenska týðveidisins
árið 1994.
Hin stóru og stöku hús eru einstök. Sérhvert þeirra er
gagnólíkt næsta húsi í stíl og stærð. íslensk einbýlishús eiga
einungis tvennt sameiginlegt: að vera alltof stór, og veráteiknuð
af fólkinu sjálfu með aðstoð verkfræðinga. Þeir sjá um
burðarþolsfræðina, en fólkið sjálft sér svo um hið listræna i
byggingunum, hið persónulega, hið sérstaka. Þetta er ástæðan
fyrir hinum einstæða íslenska byggingastíl sem vekur athygli
margra sem hingað koma, og j afnvel aðdáun sumra, því hann er
ríkmannlegur og villimannlegur í senn; skeytingarleysið um
sögu, hefðir, stílsnið og smekklega sambúð stílbrigða vitnar
líka um frelsi, sjálfstæði, ákveðni og sjálfsöryggi þjóðar sem
ætlar aldrei aldrei aftur að hírast í moldarkofum. í íslenskum
byggingastíl helst vanþekking í hendur við óbilandi sjálfstraust
á einhvem hrífandi hátt. Af sama toga em stórbrotin kaup á
fótanuddtækjum, heimilistölvum, gervihnattadiskum, brauð-
gerðarvélum, skemmturum, faxtækjum, símsvömm, bílasímum
og yfirleitt öllu því sem er þráðlaust, fjarstýrt og dígítal og
óþarft. Þetta lýsir fölskvalausri trú á nútímann; vitnar um þjóð
sem hrífst af sérhverju galdratæki sem út af honum gengur-
þetta sýnir okkur þjóð sem er í óvenjulega nánu og sterku
sambandi við fortíð sína, man kuldann og eymdina og
úrræðaleysið og fákænskuna sem fátæktin ól og ætlar aldrei
aftur að hírast í moldarkofum, heldur taka þátt í nútímanum af
alefli; veit rétt eins og fólk af nýuppgötvuðum þjóðflokki í
Amazon að úr með tölvupípi er undursamleg vél.
Þessi stóm og stöku hús em eins og fyrr segir teiknuð af
fólkinusjálfu.ogþaðtreystirtækni- ogverkffæðingumbeturtil
að útfæra hugmyndimar en arkitektum. íslendingurinn hugsar:
hvers vegna skyldi ég ekki hafa vit á húsinu sem ég ætla að búa
í, og má eiginlega merkilegt heita að fólk hér skuli ekki lfka
smíða sér sína eigin bíla.
20. aldar en fyrr á öldinni. Fólk var farið að
aðlagast lífi í borg, og æ fleiri virtust gera sér
grein fyrir gildi byggingarlistar og mótun um-
hverfis. Nýjar kynslóðir voru komnar fram
sem gerðu aðrar kröfur en þær sem byggðu
bæina um og upp úr miðri öldinni. Hugarfar
nýríku þjóðarinnar, sem kunni vart fóturn sín-
um forráð í snöggri og síðbúinni iðnbyltingu,
var á undanhaldi.
Stundum er sagt að hver kynslóð hreppi
þær byggingar og byggjendur sem hún verð-
skuldar. Þau verk sem fengu hvað harðasta
gagnrýni eftir seinna stríð spegluðu þær
kringumstæður sem ríktu þegar allt var á
fljúgandi ferð og fólk hafði skyndilega nægi-
legt fé handa í milli til að „steypa“ drauma
sína. Húsagerðarlistin fór ekki varhluta af
því. Hún var hluti af nýjum skilyrðum nýs
samfélags. Og kannski varð útkoman eins og
torfbærinn forðum: „rökrétt afleiðing að-
stæðnanna“?
*Þórunni Valdimarsdóttur rithöfundi og sagnfræðingi er
þakkaður ítarlegur yfirlestur og margar gagnlegar ábend-
ingar.
Tilvísanir
1. Um húsbyggingar fyrri alda, sjá Guðmundur Hannes-
son, „Húsagerð á íslandi“, í Guðmjundur] Finnbogason
(ritstj.), Iðnsaga íslands (Rv„ 1943), bls. 1-187. - Um
skipulagsmál fyrr á tíð og viðhorf til þéttbýlis, sjá Páll
Líndal, Bœirnir byggjast. Yfirlit um þróun skipulagsmála
á Islandi lil ársins 1938 (Rv„ 1982), bls. 12-83.
2. Njörður P. Njarðvík, Sá svarti senuþjófur. Ilaraldur
Björnsson í eigin hlutverki (Rv„ 1963), bls. 30-31.
3. Páll Líndal, Bceirnir byggjast, bls. 81.
4. Sbr. Guðmundur Hannesson, Um skipulag bœja (Rv„
1916). - Guðjón Samúelsson, „Bæjafyrirkomulag", Lög-
rétta 10. júlí 1912, bls. 136 og 17. júlí 1912, bls. 139.
5. Páll Líndal, Bœirnir byggjast, bls. 110-19, 132-58. -
Trausti Valsson, Reykjavík. Vaxtarbroddur. Þróun höfuö-
borgar (Rv„ 1986), bls. 39-43.
6. Sbr. t.d. Trausti Valsson, Reykjavík. Vaxtarbroddur, bls.
47-62.
7. Hörður Ágústsson, „Byggingarlist [II]“, Birtingur [4]:2
(1958), bls. 20.
8. Hörður Ágústsson, „Ágrip af húsagerðarsögu þéttbýl-
is á íslandi", Maður og borg. Erindi haldin á ráðstéfnu 9.
og 10. júní 1979. Líf og land. [Rv„ 1979], bls. 18.
9. Hörður Ágústsson, „Byggingarlist [Il]“, bls. 20.
10. Sjá t.d. Þórir Baldvinsson, „Heimili sveitanna", Húsa-
kostur og híbýiaprýði (Rv„ 1939), bls. 30. - Hörður
Bjarnason, „Um byggingar í sveit og kaupstað", Sam-
vinnan 38:3 (1944), bls. 74-76. - Aðalsteinn Richter,
„Hvernig á ibúðarhús að vera?“, Samtíðin 13:8 (1946),
bls. 7-8. - Hörður Ágústsson, „Byggingarlist [II]“, bls.
21.
11. Hörður Bjarnason, „Borgir og byggingar", Vísindi
nútímans. Viðfangsefni þeirra og hagnýting. Sunnudags-
erindi Ríkisútvarpsins 1957-1958. Símon Jóh. Ágústsson
sá um útgáfuna (Rv„ 1958), bls. 138. - Guðmundur
Hannesson, „Húsagerð á Islandi", bls. 194-215.
12. Stjórnartíðindi 1915, B, bls. 152. - Trausti Valsson,
Reykjavík. Vaxtarbroddur, bls. 39.
13. Guömundur Hannesson, „Húsagerð á Islandi", bls.
240-66. - Hörður Ágústsson, „Islensk húsagerð", Maður
og umhverfi. Erindi flutt á ráðstefnu 24.-25. febrúar. Líf
94