Ný saga - 01.01.1997, Síða 54

Ný saga - 01.01.1997, Síða 54
Viðtal við Arthur Marwick Filiy turbultnt y»»r« which h»v» r»-»h»p«<I Með sameigin- legum óvini styrkist sam- staða þjóðar- innar sem með- al annars gerir stjórnvöid fúsari til félagslegra umbóta stutta bók um konur í fyrri heimstyrjöldinni, Women at War 1914-1918, sem ég er mjög ánægður með því hún er byggð á frumheim- ildum. í nýrri útgáfu af The Deluge er langur inngangskafli þar sem ég dreg saman nýjustu hugmyndir mínar, en þar fjalla ég einnig um bókmenntir og listir. Mér finnst að athygli manna hafi beinst um of að alþýðumenningu en ekki nóg að elítumenningu. Fyrir utan rannsóknir á menningarlífi er ég núna aðal- lega að leika mér að hugmyndum og hugtök- um til að bera saman samfélag í stríði og friði. Með því tel ég að betur sé hægt að aðgreina þær breytingar sem verða á samfélagi í stríði frá þeirri þróun sem verður á friðartímum. Hvernig lítur þú nú á orsakasamhengið milli styrjaldanna og þjóðfélagsbreytinga? Hvernig skilur þú á milli styrjalda og annarra orsaka þjóðfélagsbreytinga? í fyrsta lagi eru auðvitað aðrar langvarandi orsakir fyrir breytingum. Ég tel að fyrst verði að rannsaka formgerð samfélagsins en að því búnu hugmyndafræðilegar aðstæður, hvaða hugmyndir fólk gerði sér um lýðræði, al- mannatryggingar o.s.frv. Breytingar eru ekki mögulegar fyrr en fólk er hugmyndalega und- irbúið undir þær. Loks þarf að líta á stofnana- þætti samfélagsins, sem hamla oft gegn breyt- ingum. Þessi þrenning getur ýmist örvað eða hamlað breytingum. Til formgerðarinnar teljast tæknilegir, lýð- fræðilegir og efnahagslegir þættir. Stundum eru það lýðfræðilegu þættirnir sem valda breytingum, en þeir geta undir öðrum kring- umstæðum hamlað breytingum. Áhrif þess- ara þátta þarf að greina fyrst. Sjálft stríðið er sambærilegt við miklar náttúruhamfarir, svo sem jarðskjálfta. Pað þvingar fólk í nýjar að- stæður og skapar ný tækifæri. Flugvellirnir sem gerðir voru á fslandi í síðari heimsstyrj- öld eru mjög gott dæmi. í fyrri heimsstyrjöld voru menn úr afdölum skosku hálandanna sendir á vígstöðvarnar í Frakklandi og þeir heimsótlu París. Heimssýn þeirra breyttist. Svipað á við um rússneska hermenn í síðari heimsstyrjöld. Stríð er auðvitað líka eyðandi afl og þegar dæmið er gert upp verður að meta hvort má sín meir, niðurrifsáhrif eða já- kvæð áhrif stríðsins. í öðru lagi verður viljinn til að sigra í stríð- inu prófraun á stofnanir samfélagsins og knýr þær til breytinga. Ef samfélag er illa undirbú- ið, eins og Rússland var á keisaratímanum, hrynur það eins og spilaborg. Annars breytir stríðið stofnunum, ekki endilega í jákvæða átt, það getur kallað á ritskoðun, einræðistil- burði og miðstýringu. í þriðja lagi eykst félagsleg virkni réttlítilla eða valdalítilla hópa vegna þess hve allsherj- arstríð er víðtækt. Verkalýðsstéttin í fyrri heimsstyrjöldinni var nauðsynleg fyrir stríðs- reksturinn, ekki bara sem fallbyssufóður, heldur ekki síður í verksmiðjum og kolanám- um. Ef við metum þetta út frá hreinu mark- aðssjónarmiði má segja að markaðsstaða þessara hópa hafi styrkst og þeir nýttu sér hana. Samhliða þessu fara valdhafar að líta svo á að verkamenn séu farnir að gegna mik- ilvægu hlutverki í stríðsvélinni og að af þeim stafi ekki lengur ógn. Verkalýðurinn er með öðrum orðum ákveðinn í að nýta aðstöðu sína til að bæta kjör sín og stjórnvöld og at- vinnurekendur eru tilbúnir til að umbuna verkamönnum fyrir starf í þágu þjóðarinnar. Svipaða sögu er að segja af konunum sem höfðu ekki kosningarétt fyrir fyrri heims- styrjöldina. Þær tóku þátt í stríðinu og fengu umbun fyrir og voru í aðstöðu til að gera kröf- ur eftir styrjöldina. Fjórða atriðið tengist því fyrsta og lokar hringnum. Sjónum er beint að sálfræðilegum áhrifum styrjaldarinnar og tilfinningalegum áföllum sem fólk varð fyrir. Jákvæðu við- brögðin koma meðal annars fram í því að fólk segir: Öll þessi eyðilegging og manndráp hljóta að hafa einhvern tilgang, við verðum að skapa betri heim eftir stríðið. Með sameig- inlegum óvini styrkist samstaða þjóðarinnar sem meðal annars gerir stjórnvöld fúsari til félagslegra umbóta. Samstaða eykst einnig innan ákveðinna hópa, svo sem meðal kvenna og verkafólks. Aðalatriðið er að bera saman samfélög annars vegar í stríði og hins vegar í friði og kanna hvernig stríð raskar aðstæðum fólks þannig að breytingar verða á samfélaginu. Skoðaðu nýjungar og breylingar á stríðstím- um og þar finnurðu skýringar á breytingum hvort sem þær eru til bölvunar cöa bóta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.