Ný saga - 01.01.1997, Síða 59

Ný saga - 01.01.1997, Síða 59
Gunnar F. Guðmundsson Guði til þægðar eða höfðingjum í hag? Níu alcLirfrá lögtöku tíundar á Islandi issur biskup [ísleifsson] var ástsælli af öllum landsmönnum en hver mað- ur annarra, þeirra er vér vitum hér á landi hafa verið. Af ástsæld hans og tölum þeirra Sæmundar [fróða Sigfússonar], með umráði Markús lögsögumanns, var það í lög leitt, að allir menn töldu og virtu allt fé sitt og sóru, að rétt virt væri, hvort sem var í löndum eða í lausaaurum, og gerðu tíund af síðan. Það eru miklar jartegnir, hvað hlýðnir landsmenn voru þeim manni, er hann kom því fram, að fé allt var virt með svardögum, það er á íslandi var, og landið sjálft og tíundir af gervar og lög á lögð, að svo skal vera, meðan ísland er byggt.1 Þannig lýsti Ari fróði tildrögum þess að ís- lendingar fóru að telja fram eignir sínar til skatts. Ekki er vilað nákvæmlega hvenær þessi atburður gerðist. í einu handriti tíundar- laganna (AM 347 fol.) eru þau sögð lögtekin þegar liðin voru 1096 ár frá fæðingu Jesú Krists og síðan bætt við: „á sextánda ári bisk- upsdóms virðulegs herra Gissurar Skálaholts- biskups“, en það gefur ártalið 1098. Hér virð- ast komnar mótsagnir í einni og sömu setn- ingu. Annálum ber hins vegar flestum saman um að tíund hafi komist á 1097.2 í fræðiritum og yfirlitsverkum eru bæði ártölin 1096 og 1097 viðurkennd, en þó sýnist síðara ártalið hafa vinninginn.3 Ari fróði líkti því við jarteikn að Gissuri ís- leifssyni skyldi takast að fá landsmenn til að játast undir skattgreiðslur og bar við ástsæld biskupsins. Hann lét þess ekki getið sem þó átti að vera á vitorði flestra kennimanna á þeim tíma að tíund var guðslög, „því að það var ekki maður heldur drottinn sjálfur sem stofnaði til hennar“, eins og komist var síðar að orði í kirkjulögum.4 Fræðimenn hafa tekið söguskýringu Ara með fyrirvara og telja aðr- ar ástæður nærtækari, einkum efnahagslegar. Það mál verður rætt nánar, en fyrst er rétt að víkja að inntaki tíundarlaganna og fram- kvæmd þeirra. Framtal og lögskil Tfundarlögin ásamt nýmælum er að finna í Grágás, lögbók þjóðveldisaldar. Þau voru síð- ar tekin upp í kristinrétt hinn nýja, sem sam- þykktur var fyrir Skálholtsbiskupsdæmi 1275, og héldust lítið breytt fram yfir siðaskipti.5 í lögunum er að finna nákvæma lýsingu bæði á framtali eigna og tilhögun greiðslunnar. Allir hreppsbúar 16 ára og eldri, konur jafnt sem karlar, áttu að vinna eið að fé sínu á haust- samkomu sem haldin var á tímabilinu þegar þrjár vikur lifðu sumars og til fyrsta sunnu- dags í vetri. Eignin var miðuð við næstu far- daga á undan. Ef hún óx hvorki né þvarr um meira en 100 álnir („tíu tigum“), var eiðurinn unninn þriðja hvert ár. Fimm hreppsbúar voru til þess skipaðir að sjá eiða að mönnum á samkomunni. Griðmenn virðast þó hafa tí- undað eign sína með eiðstaf á öðrum tímum. Eiðurinn fór fram með þeim hætti að greið- andinn tók í hönd sér guðspjallabók eða kross og nefndi votta „í það vætti, að eg vinn lögeið að bók, og segi eg það Guði að eg á svo fé sem eg hefi nú talið eða minna“.6 Nokkrar eignir voru undanþegnar tíund. í fyrsta lagi var allt það fé sem áður hafði gefið verið til vegsemdar guði og dýrlingum hans eða „til guðsþakka“, hvort sem það fé hafði verið lagt lil kirkna, brúa eða sáluskipa (ferja). I öðru lagi þurftu prestar ekki að telja fram til skatts bækur, messuskrúða og aðra hluti sem notaðir voru við guðsþjónustu. En annað fé skyldu þeir líunda. Búsafleifar, það Mynd 1. Kirkjuklukka frá Hálsi í Fnjóskadal frá 12. öld með rómönsku lagi. 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.