Ný saga - 01.01.1997, Page 69
Endurreisn lýðræðisins
var þannig mjög annt um að sýna fram á að
hugmyndafræði einstaklingshyggju, frelsis og
jaínréttis hefði blómstrað á íslandi á íslenskri
gullöld, þ.e.a.s. þjóðveldistímanum. Og birt-
ingarform þessara hugmynda eru mjög lík.
Meðal beggja þjóðanna var þannig haldið á
lofti að á miðöldum hefðu íslendingar og
Tékkar búið við lýðræðislegt stjórnarfar,
löngu áður en hugmyndafræði nútímalýðræð-
is varð til í Evrópu. Sömuleiðis má finna þá
hugmynd meðal beggja þjóðanna að hið
forna gullaldarlýðræði þeirra hefði verið
nokkurs konar undanfari vestrænna nútíma-
stjórnarhátta. Vestrænt lýðræði ætti þegar
öllu væri á botninn hvolft rætur sínar að rekja
til stjórnarfars miðalda á íslandi að mati ís-
lenskra þjóðernissinna, í Bæheimi samkvæmt
tékkneskum þjóðernissinnum."
Ekki er alveg ljóst hvenær hugmyndin um
lýðræðislegt stjórnarfar á tímum íslenska
þjóðveldisins sést fyrst meðal íslenskra fræði-
manna en hún er a.m.k. skýr í grein eftir Ólaf
Lárusson lagaprófessor frá árinu 1929.12 Ólaf-
ur segir að þegar kom fram á miðja 13. öld
hafi ísland verið lýðveldi í þrjú hundruð ár,
eitt ríkja, en allan „þann tíma mátti segja að
lýðveldishugmyndin væri óþekkt í Evrópu“.
ísland hafði út frá sjónarhorni Ólafs Lárus-
sonar auk þess hlutverk frumkvöðulsins í
stjórnmálasögu heimsins því að hann segir að
af því fræi sem lá falið í hinu nána sambandi
goða og bænda á þjóðveldistímanum hafi
löngu síðar sprottið „lýðræði nútímans . . .
með vestrænum þjóðum.“13 í íslenskri tnenn-
ingu eftir Sigurð Nordal sem kom út árið 1942
kemur einnig fram sú hugmynd að jafnrétti
meðal forfeðra íslensku þjóðarinnar, víking-
anna, hafi verið undanfari vestrænna nútíma
stjórnarhátta. Sigurður telur að það þjóðfélag
sem þróaðist á íslandi á miðöldum hafi með-
al annars verið mótað af jafnréttisanda sem
átti rætur sínar meðal víkinganna en til hans
megi rekja „ræturnar að þjóðskipulagi Eng-
lendinga, þar sem hinar merkilegustu tilraun-
Mynd 6.
Ólafur Lárusson.
Mynd 7.
Sigurður Nordal.
Mynd 8.
Orustan við Hvítafjall
1620. Þetta ártal í
tékkneskri sögu er
talið marka upphaf
hnignunartímabils
líkt og ártalið 1262
í íslenskum þjóð-
ernishugmyndum.
67