Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 89

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 89
Már Jónsson Síðustu misseri S Ama Magnússonar Við tökum nú til að gjörast gamlir menn. ÁM 63 ára' ftir að Árni Magnússon náði hand- ritum sínum og skjölum með ærinni fyrirhöfn úr klóm tollþjónustunnar í Kaupmannahöfn haustið 1720 sat hann löng- um stundum í rúmgóðum prófessorsbústað sínum í Stóra Kanúkastræti við að koma fyrir feng sínum frá undangengnum áratugum. Hann átti vel yfir tvö þúsund handrit og handritsbrot, en forn skjöl og skjalauppskrift- ir voru á annan tug þúsunda. Árni vissi sem var að hann yrði ekki eilífur og vildi búa svo í haginn að safn hans yrði aðgengilegt í þágu ís- lenskra fræða og þjóðarinnar allrar.2 Frágang- ur varð að vera góður og allt á sínum stað, en skráningu lét hann bíða. Stúss Flokkun handritanna átti hug Árna allan eft- ir að hann fékk þau heim. Hann byrjaði á því að athuga hvort allt hefði borist og í apríl 1723 reif hann í sundur skrá yfir handrit sem hann skildi eftir á íslandi haustið 1712. Skrá- in var að mati hans ófullkomin og hefur varla verið meira en fáein orð um hvert handrit, en nógu ítarleg var hún til þess að hann saknaði góðra gripa.3 Eiginlegri skráningu með ná- kvæmri lýsingu skinnhandrita sinna hafði hann byrjað á í Skálholti árin 1707-1709, en tók til við hana að nýju árið 1727. Uppröðun var ábótavant miðað við ströngustu flokkun í okkar skilningi, en ákveðinni hugmynd engu að síður fylgt nokkuð vandlega. Hafist var handa á guðfræðilegum verkum að hætti sam- tímans, því fyrst komu Stjórn, Rómverja sögur og Gyðinga saga, heilagra manna sögur og ýmis guðfræðirit. Pá fylgdu konungasögur með fróðleiksrit og biskupasögur í bland, Sturlunga saga og íslendingasögur með lygi- sögur og biskupasögur inn á milli. Síðan komu Eddur og annálar, lygisögur, fróðleiksrit og tímatalsbækur, Karlamagnús saga, Piðreks saga, Alexanders saga og Bretasögur, en lest- ina rak Konungs skuggsjá * Röð bókmenntagreina er ekki sú sama og þegar Jón Ólafsson frá Grunnavík skráði handritasafnið að Árna látnum, hvort sem það var vegna þess að Árni breytti skipulag- inu þegar hann raðaði í hillur og kistur eftir brunann mikla haustið 1728 eða að björgun- araðgerðir hafi komið róti á röðina. Hið fyrra er sennilcgra og samkvæmt því er Árni höf- undur að því kerfi sem handritum hans er raðað el'tir enn þann dag í dag - reyndar á tveimur stöðum í heiminum. Um leið skipti hann handritunum eftir stærð, þannig að handrit í arkarbroti (fol.) stóðu sér, handrit í kvartó (4to) sér, sem og handrit í octavo (8vo) og duodecimo (12mo). Fyrstar í arkarbroti eru til að mynda konungasögur, þá íslend- ingabók og Landnáma, íslendingasögur, lygi- sögur og biskupasögur, Stjórn og heilagra manna sögur, Snorra Edda, Konungs skugg- sjá og annálar, tímatalsrit og máldagar, en að lokum miðaldalög.5 Skinnhandrit voru stofninn í safninu og þau lét Árni óáreitt nema hann þættist vita að handrit væri sett saman úr tveimur handrit- um, svo sem Örvarodds saga (AM 344 a 4to) og Alexanders saga (AM 519 a 4to). Slík handrit tók hann í sundur. Handrit sem hann fékk í bútum sameinaði hann ekki ef hlutarn- ir hentuðu l'lokkun hans, svo sem Hauksbók sannar (AM 371, 544 og 675 4to), en raðaði 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.