Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 90

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 90
Már Jónsson Mynd 2. Árni Magnússon 1983, örlítið glaðlegrí. Árni Magnússon reif í sundur pappírshandrit svo eintök hvers ritverks stæðu saman í hillu þeim annars saman af stakri samviskusemi, til að mynda 40 blöðum úr Ólafs sögu helga frá um 1300 sem hann fékk víða að (AM 75 c fol.). Elstu safnhandrit fslendingasagna lét hann eiga sig (AM 132 fol., AM 152 fol., AM 471 4to, AM 556 a-b 4to), og þannig fram eft- ir götum. Pappírshandritin voru aftur á móti miklu fleiri og Árni gerði sér fulla grein fyrir því að alla jafna voru þau fjarri því að vera jafn merkileg og hin. Vandinn var þá að koma þeim fyrir ef efnið var ósamstætt og samsetn- ingin hentaði ekki safninu. Sum yngri sögusafna sinna lét hann í friði, svo sem mikla bók með hendi séra Jóns Er- lendssonar í Villingaholti (AM 160 fol.), en bók með 19 lygisögum sem hann fékk hjá Markúsi Bergssyni sýslumanni ísafjarðarsýslu var brytjuð niður í átta hluta.6 Bók í grænu bandi sem Árni fékk hjá séra Jóni Torfasyni á Breiðabólstað skipti hann í að minnsta kosti fjóra hluta, með Knytlinga sögu í einum (AM 15 fol.), þrjár íslendingasögur og nokkra þætti í öðrum (AM 144 fol.), Orms þátt Stór- ólfssonar í þriðja (AM 164 e y fol.) og Mágus sögu jarls í fjórða (AM 188 fol.). Sögusafn með hendi Jóns Gissurarsonar á Núpi reif Árni í fimm hluta: Laxdœla og Eyrbyggja (AM 126 fol.), Njála (AM 136 fol.), Vatns- dœla (AM 138 fol.), Hænsna Póris saga (AM 165 f fol.) og tvær íslendingasögur og draum- þættir (AM 165 m fol.). Ef illa stóð á blaðsíð- um þar sem ný saga tók við lét hann skrifara sína bæta því aftan við og framan við sem hvarf. Með þessum hætti tókst honum nokkurn veginn að sjá til þess að handril ein- stakra ritverka stóðu saman, en þess ber að geta að hann setti aldrei númer á eignir sínar. Það var verk Jóns Ólafssonar frá Grunnavík.7 Sundurlimunarstefnan var í samræmi við uppskriftir sem Árni hafði sjálfur gert og lát- ið gera í áranna rás, þar sem ávalll var ein saga í hverju bindi. Aðferðin kallaði á tengj- andi upplýsingar sem fólust í því að Árni lagði samhljóða seðla með hverju bindi sem hann bjó til, en þetta krafðist líka vinnu við frágang, með öðrum orðum bókband, sem Árni virðist jafnvel hafa unnið eitthvað við sjálfur eða átti að minnsta kosti tækin til þess heima hjá sér. Varðveittir reikningar benda til umfangsmikilla aðgerða á því sviði, fyrst árin 1714-15, en einkum frá ársbyrjun 1725 til hausts 1728. Síðasti vinnudagur Bertels Wolcks bókbindara fyrir Árna var 13. októ- ber 1728, viku fyrir brunann, og var bæði unn- ið við bókband og undirbúning frekari fram- kvæmda. Skrár Árna yfir bókbandsvinnu þessi þrjú ár, líklega ætlaðar Wolck til glöggv- unar, taka til hátt í 600 handrita og bóka.8 Árni renndi sjálfur yfir þær að verki loknu og strikaði yfir bækur sem voru bundnar, en setti kross fyrir framan þær sem aðeins höfðu ver- ið undirbúnar til bands (planerede). Sem dæmi má nefna pappírshandrit af lögbókinni Járnsíðu í kvartó, hugsanlega annað þeirra eintaka sem hann skrifaði sjálfur á yngri árum (AM 119 4to, AM 1021 4to), Lárentíuss sögu biskups á pappír í fólíó (AM 214 fol.), Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk á skinni í kvartó (AM 310 4to) og Sverris sögu á skinni í kvartó (AM 327 4to).<) Að frágangi loknum var ekkert að vanbúnaði og hægt að halda áfram að flokka og raða. Aöföng Söfnun handrita hélt áfram eftir að til Dan- merkur var komið. í Kaupmannahöfn keypti Árni handrit á uppboðum eða fékk að gjöf, svo sem rit á þýsku um byggingu Björgvinjar frá fyrri hluta 17. aldar árið 1721 að gjöf frá fornvini sfnum Johann Brögger (AM 896 4to) eða Jósku lög frá 1504 á uppboði eftir hátt- settan danskan embættismann sex árum síðar (AM 18 8vo). Mest keypti Árni þó árið 1726 á uppboði yfirmanns síns við skjalasafn kon- ungs, Frederiks Rostgaards, eftir að sá mæti maður lenti í ónáð og var sviptur embættum.10 Á íslandi voru ýmsir í útvegunum fyrir Árna sem höfðu unnið fyrir hann áður og hann þekkti vel. Frá frænda sínum Ormi Daðasyni, sýslumanni í Strandasýslu, fékk hann í þrem- ur lotum árin 1715, 1716 og 1724 hin gagn- merku blöð Melabókar með brotum úr Land- námu, Vatnsdœlu, Flóamanna sögu og Eyr- byggju (AM 445 b 4lo). Árið 1717 sendi Orm- ur honum skinnblað úr Ólafs sögu helga (AM 325 XI 2 b 4to) og tvö úr Njálu (AM 162 B e fol.), en fjórum árum síðar blað úr Mágus sögu jarls (AM 567 XVII y 4to). Þremur árum eftir það barst skinnblað úr Hrólfs sögu Gaut- 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.