Birtingur - 01.01.1966, Síða 12
Fyrsta kvæði bókarinnar (IV, 16), bezta kvæði
Ljósvíkíngsins, er vitaskuld ort til Jórunnar.
Það sést, að ÓlaEur er byrjaður að gera sér
grein fyrir því, að honum cr ómögulegt að
lifa samkvæmt lögmálum þessa heims:
E£ hjarta mitt er valtast alls hins valta
í völtum heim,
þá hlýt ég, ást mín, láta skeika að sköptu
við sköpum þeim,
en þó var, ást mín, síðan guðir geingu
um garða hér,
ei heitar unnað mjúkri mey á jörðu
af manni en þér.
En viljirðu, ást mín, hverfleik hjartans skilja:
að hált og valt
það er að elska, vona, treysta og vilja,
— þá veistu alt;
og svipulleikans tákn: mitt hálfa hjarta
— mitt heila líf —
mun aldrei verða vonsvik þín né glötun,
en vörn og hlíf.
Eftir tukthúsvistina hittir Ljósvíkíngurinn
stúlkuna, sem hann nefnir Beru. Þessi stúlka
er enn ein tilraun hans til að finna eitthvað í
þessum heimi sem endurspeglar hina algjöru
fegurð (IV, 237).
Við tvö og ókunn skip á lofti og legi,
(litkaðir hausti stóðu akrar slegnir)
bundin voru örlög okkar stað og degi
allra sem daprir kveðja og heilsast fegnir.
Við stöndum þögul, þú og ég. Og sólin
þerrar af himni sínum mistrið kalda,
og opnar leiðir þeim er heim skal halda
og hinum sem fer burt að sitja jólin.
Ó undur minna augna! Ég heilsa þér!
— eða er það kveðja manns sem sífeldlega
er dæmdur lengra burt frá sjálfum sér?
Hvort er ég hann sem kom eða hinn sem fer?
Það eitt ég veit: þín fegurð fylgir mér
hvert fótmál hinna endalausu vega.
Eins og sést hér, hefur skáldið byrjað að efast
um, að þessi heimur og skáldheimurinn eigi
nokkra samleið. Þar sem hann er þvingaður
til að lifa í þeim báðum, hefur hann byrjað
að finna til vaknandi öryggisleysis um sína
eigin tilveru. Hér er greinilega um vaxandi
sturlun að ræða, óvissu kleifhugans um hver
hann í raun og veru er.
Tvö fyrstu kvæði í Fegurð himinsins eru beztu
kvæði Ljósvíkíngsins. Úr þessu fer gáfa hans
10
BIRTINGUR