Birtingur - 01.01.1966, Qupperneq 18

Birtingur - 01.01.1966, Qupperneq 18
fyrir utan þessi atriði hefur höfundur misst tökin á efninu, rammofinn þráður þessa verks, scm hefði átt að geta orðið mikið listaverk, er orðinn að bláþræði, sem varla liangir saman. Svört messa heitir bókin og svo heitir sá kafli hennar þar sem ádeilan á að rísa hæst, en rís lægst, þannig að svarta messan sjálf verður, að minni hyggju, lakasti hluti bókarinnar. Sjálf hugmyndin að láta Murt skáld halda dómþing yfir ráðamönnum þjóðarinnar er hæpin, því til þess hefði Murtur skáld þurft að skrifa heila bók. Jú, það hefði ef til vill verið hægt og sú bók hefði getað heitið Svört messa, en þessi eitthvað annað. Ut yfir allan þjófabálk tekur endirinn á dómsdagskaflan- um: ráðamenn þjóðarinnar eru hver af öðr- um dæmdir til dauða og látnir gista hel, en þegar kemur að sjálfum Doktornum, æðsta valdinu sem hinir hafa þjónað undir, þá er honum þyrmt, hann fær frest til „að gera bragarbót“(!) — er þó sagður gamall orðinn og þreyttur. Lesandinn á sem sagt að trúa því, að undirtyllurnar sem skriðu fyrir Doktorn- um og kappkostuðu að þóknast lionum hafi verið sekari en höfuðpaurinn sjálfur. Var þá ekki nær að láta Murt skáld bregða upp mynd af frjálsu íslandi — þegar búið væri að ráða niðurlögum hervarganna — og þá hefði þó ekki nægt að mála vinsamlega mynd af fólki sem heldur tryggð við sveitina? En höfundur þurfti ekki heldur á því að halda til að bókin yrði góð, hann gat látið sér nægja ádeiluna Og komið henni fyrir án prédikunartóns og án bægslagangs. Það sem bezt er gert í þessari skáldsögu er utan við prédikunartón og urn leið rís ádeilan hæst, einfaldlega í athöfnum fólksins og fáum orðum sem sögð eru en ekki hrópuð. Fyrri hluti Svartrar messu er listaverk sem lofar meistarann, síðan glitrar skáldskapur í fáeinum köflum innan um boldangsmikil fá- ránlegheit. Það er einsog höfundurinn viti ekki lengur hvað hann gerir í reiði sinni þeg- ar hann hefur leitt ráðamenn þjóðarinnar inn á sögusvið sitt. Kaflinn þar sem Murtur er að segja Ulfhildi í mælskustíl hvernig hver ein- stakur ráðamannanna sé til sálar og líkama og hvað að sýsla eða hugsa í herbergi sínu er fjarri því að ná tilgangi sínum og deyfir mynd- ina af Úlfhildi, því hvernig er unnt að hugsa sér heilbrigða og gáfaða stúlku, einsog höf- undur vill sýna hana, hlusta með andakt á þennan leiðinlega samtalshátt sem er einsog verið sé að lesa greinar upp úr dagblöðum? Og nota bene, þetta blæs ekki lifi í ráða- mennina, þeir verða aldrei lifandi í sögunni, og lesandinn hlýtur að spyrja: hversvegna að vera að halda svarta messu yfir mönnum sem ekki eru til í sögunni? Saga Jóhannesar Helga er hátt á fjórða hundr- 16 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.