Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 29
urnar búa saman í þjóðfélagi, örlög eins eru
ekki einangruð og einkamál, þau tengjast ör-
lögum annarra, orka á aðra, lífið er sameig-
wlegt. Böl eins getur ekki verið óviðkomandi
hinum.
Á þessum árum býr Brecht í kompum og
þakkytrum í Múnchen. Hann var hættur við
læknisfræðina, helztu félagar hans voru rit-
höfundar og leikhúsfólk, og meðal þeirra var
rithöfundurinn kunni Feuchtwanger sem
varð síðar kumpáni hans í útlegðinni og að-
dáandi. Á þessum árum í Múnchen var Brecht
i nánum tengslum við kabarettleikflokk Karls
Valentin, og hafði uppfrá því mikinn hug á
því að hagnýta í þágu alvarlegrar leiklistar
ýmsar aðferðir kabarettsins, það kom brátt
fram í söngleikjum hans: Túskildingsóper-
unni og Uppgangur og hrun Mahoganníborg-
ar (en skyldi þurfa að taka fram að þetta er
allt annar handleggur en þeir innantómu
sóngglamurleikir sem hið bragandi höfuð
hjóðleikhússins virðist halda sé listform nú-
tfmans).
Mrecht þótti skrýtinn fugl, ósnyrtilegur í tau-
lnu, en því var viðbrugðið hvað konur dróg-
Ust að honum, heilluðust. Hann var lítill
yexti fremur og enginn baðstrandarsjarmör í
utliti. En hann hafði sterk áhrif á þá sem
kynntust honum. Hvar sem hann fór söfn-
UÖust um hann ákafir fylgjendur og aðdá-
endur. Nú var hann orðinn einn frægustu
rithöfunda Þýzkalands, eitt helzt leikskáld
tímans. En hann lifði við þröngan hag einsog
ýmsir efnamenn telja svo nauðsynlegt fyrir
listamenn svo þeir þurfi ekki að láta peninga
af höndum við svoleiðis fólk.
Hann gerðist æ vinstri sinnaðri í stjórnmál-
um, varð að flýja land þegar hinir nazistísku
villimenn tóku völdin. Brecht taldist þá vera
kommúnisti, þótt ekki muni hann hafa verið
flokksbundinn. Hann leit svo til að það sam-
rímdist ekki starfi listamannsins að bindast
stjórnmálaflokki, hann mætti ekki vera heftur
a£ flokksviðjum. En áður var Brecht allnærri
viðhorfum stjórnleysingja, anarkista sem má
sjá í leikritinu Im Dickicht der Stadte (í
myrkviðum borganna), 1923. Það stendur
nærri ýmsu sem nú er uppi í leiklistarheim-
inum, hinu absúrda leikriti sem á sína snjöll-
ustu höfunda í Beckett, Ionesco og Adarnov,
þar var Brecht langt á undan tímanum, sem
í fleiru.
En þegar Dreigroschenoper, Túskildings-
óperan, var flutt árið 1928 í Amschiffbauer-
dammteater í Berlín með tónlist eftir Kurt
Weill, Jrá gat enginn verið þekktur fyrir að
vera fáfróður um Brecht. Allt Þýzkaland var
á öðrum endanum út af þessari sýningu, og
síðan flaug fregnin um öll lönd. Síðar fylgdi
annar söngleikur: Uppgangur og hrun Ma-
llIRTlNGUR
27