Birtingur - 01.01.1966, Side 72

Birtingur - 01.01.1966, Side 72
Tökum Hamlet sem dæmi. Lítill, næstum sköllóttur leikari, £ór með hlutverkiS á sýn- ingunni í Opole, ekki beinlínis sjálegur ná- ungi, Hirðin hefur gildar ástæður til að gera hann hlægilegan, hæðast að honum og fara með hann líkt og l’Akaki Akakievitch í „Frakkinn" eftir Gogol. En Hamlet er utan- veltu af því að hann er gáfumaður. Hann er „egg-head“, einstaklingur sem lifir með bók- um og kærir sig hvergi um grófar lystisemdir fjöldans. Leikarinn getur af ráðnum hug notað þau líkamlegu fyrirbrigði, sem verða hvorki fjar- lægð né falin, til sviðrænna áhrifa. Hann mæðist við erfiÖi, svitnar, þarf að spýta, — nef hans þrútnar af kvefi. Allt þetta verður að dylja sem vandlegast í akademísku leikhúsi, og allt þetta getur leikarinn notfært sér um leið og hann skáldar sýninguna. Sambandið við áhorfendur má ekki minna á kabarett, tilgangurinn er ekki að skemmta, heldur leika á áhorfendur með samvirkum áhrifamætti sálar og líkama. Það kemur illa við áhorfandann, ef leikarinn er feiminn og hikandi í tilraunum sínum að ná sambandi, hann sættir sig ekki við slíkan klaufaskap af hálfu leikarans. Leikari og áhorfandi taka svipaða afstöðu hvor til annars og dýratemj- arinn og ljónið. Röddin Leikarinn á aÖ þroska hæfileika sína til aÖ gefa frá sér hljóð, fága þá meÖ stöðugum æf- ingum og sérstökum aðferðum. „Blái tónninn”. Leikari þarf að finna sinn „bláa tón“ (samanber særingar matram-yoga). „Hinn blái tónn er fólginn í mikilli raddhæð, sem fyllir salinn, titrar sefjandi með gleðibrag. Hinir gömlu kínversku spekingar halda fram, að þessi tónn sé rétt hjá nótunni Fa. Þetta er samt sem áður ekki regla. Menn verða að finna sinn „bláa tón“, æfa sig með því að segja fram texta eða raula þá (Ijóð eða laust mál) á þvi rómsviði, sem nálgast tónhæðina. Þessi „blái tónn“ hefur jafnan mikil óvænt áhrif, þegar leikarinn notar hann í viðeigandi atriðum sýningar. Sérhl jóðsæf ingar. Auk venjulegra sér- hljóðsæfinga eru tvær leiðir að þroska og efla röddina: a) Leikarinn bætir við getu sína á þessu sviði með því að herma ný hljóð. Það reynist sér- lega vel að líkja eftir hljóðum náttúrunnar eða vélarhljóði: vatnanið, fuglasöng, véladyn o. s. frv. Fyrst er að ná hljóðunum, og síðan að „skella þeim á“ textann, þar sem hægt er að koma því við og lita þannig orð með hljóðum. b) Leikarinn gerir tilraunir með rödd sína og æfir sig í því að reka upp hljóð, tóna eða tón- 70 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.