Birtingur - 01.01.1966, Page 84

Birtingur - 01.01.1966, Page 84
JÓN ÓSKAR: LAUSAVÍSUR OG ÞJÓÐLEGUR METNAÐUR Nú á síífustu tímum, þegar fslendingar hafa gerzt æ háÖari erlendu stórveldi, Bandaríkj- um NorSur-Ameríku, og sitja margir hverjir flest kvöld við að horfa á sjónvarp þeirra her- manna sem hér hafa hersetu meðan landar þeirra eru að drepa fólk austur í Asíu, hefur borið mjög á allskonar yfirskinsþjóðrækni, einsog menn vilji á þann hátt breiða yfir þá staðreynd að íslendingar gerast nú minni og minni íslendingar. Menn þeytast um allar jarðir, út á yztu annes og eyjar með segul- bandstæki til að láta karla og kerlingar segja hetjusögur um lífið í fyrri daga (hví ekki að snara þessum sögum fyrir erlenda herinn), síðan gefa menn út heilar bækur með þessum því-gleymi-ég-aldrei-sögum og bókmennta- gagnrýnendur hamast við í jólaönnunum að hefja dýrðina til skýjanna, — og allt er snilld; lipurleg blaðamannsfrásögn af fólki í af- skekktum sveitum eða úti á eyjum, þokkaleg- ar blaðateikningar, jafnvel kjaftasögur Sím- onar Dalaskálds um Bólu-Hjálmar, færðar í þann hvítasunnuskrúða sem nútíma íslend- ingum þykir hæfa dauðurn skáldum sínum, ekki sízt þeim sem þeir hafa drepið úr vesöld, — allt er þetta hreinasta ritsnilld, — og það nægir ekki að gagnrýnendur blaðanna blási samhljóma lofdýrðartóna í rómsterkustu lúðra sína, heldur hleypur jafnvel mektarfólk í út- varpið til að vitna um hrifningu sína, trúir og dyggir lesendur þess þjóðlega glæpasagna- blaðs er nefnir sig Satt. Og lausavísan, hún blífur. Þarna eru þjóðlegheit sem ekki má gleyma. Lausavísan skal sanna hve þjóðleg- heitin eru sterk. Hvers megnar þá einn erlcnd- ur her? Og ekki má heldur gleyma að geta þess um leið og vísnabullinu er dembt yfir þjóðina að svo kölluð atómskáld kunni ekki að yrkja vísur. Hvað er atómskáld? Það veit því miður enginn. Helzta kynning á því hvað sé atómskáldskapur er klaufalegt bull sem hat- ursmenn ljóðlistar setja stundum saman til að ná sér niðri á Ijóðadísinni. Hversvegna þeir gera þetta, veit enginn. Það er í sjálfu sér engin ástæða til annars en að menn viðhaldi þeirri gömlu og góðu íþrótt að setja saman ferskeytlur, en þegar farið er að upphefja lausavísnagerð á kostnað sjálfrar ljóðlistarinnar og styrkja menn af almannafé til að ryðja úr sér bágbornum vísnakveðskap, þá keyrir um þverbak. Vel má vera að þessi verknaður, að fleygja nokkrum tugþúsundum árlega í íslenzka hagyrðinga, sé hugsaður scm einskonar uppbót til sveitamanna (mest eru þetta sveitamenn) vegna þess að bókmennta- afrek þjóðarinnar verða ekki lengur til í sveit- unum. En með þessu er krónunum fleygt til einskis á kostnað raunverulegra skálda. Ég hygg að mönnum sé tamt að líta á það, að gullaldarbókmenntir íslendinga urðu til uppi 82 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.