Birtingur - 01.01.1966, Síða 85
í sveit, en það er einsog hugsunin hlaupi í bak-
lás þegar mönnum reynist ofviða að draga
réttar ályktanir af því að við lifum ekki leng-
ur á þrettándu öld. Það var sú öld þegar al-
þingi íslendinga var uppi í sveit og munkar
sátu í klaustrum við skriftir. Sú öld er liðin.
Og þær aldir sem síðan komu, þær svörtu aldir
þegar bragðdauft rímnagutl var helzta andleg
næring með þrautkúguðum vesalingum
danskrar nýlendu, þær aldir eru liðnar. Borg-
armenning er að vaxa þar sem bær Ingólfs
stóð forðum á nesi því sem Karla þræli þótti
ófýsilegt, eftir að hafa farið um blómlegar
sveitir. Hugur hans var í sveitinni, einsog
vera bar.
Það var eðlilegt í bændaþjóðfélagi að menn-
ingarsetrin risu upp í sveitum landsins. Hvar
hefðu þau annars staðar átt að vera? Úti í sjó?
Landið var ekkert nema sveit. Það var eins
eðlilegt að bækur væru í þá daga saman settar
innan um kýr og hesta og það er óeðlilegt nú
á dögum og harla fáránlegt að láta sveitamenn
hlaupa frá fjósverkum einu sinni á ári til að
ráðsgast með listamannafé það sem veitt er
árlega úr ríkissjóði í því skyni að efla bók-
menntir og listir, enda hafa þeir ekki kunnað
betur með það að fara en veita hagyrðingun-
um í sveitinni sinni styrk til að yrkja lausa-
vísur. Þessir menn, sem eflaust hafa sjálfir
einhverntíma sett saman vísur um hrosshófa
og beljurassa mönnum til skemmtunar á hér-
aðssamkomum, einsog sjálfsagt er &g þjóðlegt,
en hafa á hinn bóginn smávægileg kynni af
nútímabókmenntum, eiga hrós skilið fyrir þá
ofdirfsku að ætla sér að fara til borgarinnar
og vega þar og meta nýjustu stefnur í bók-
menntum, tónlist, málaralist, höggmyndalist
ofl. Það þarf mikla dirfsku til.
Hitt er verra að þessi fíflskapur hefur haft
þær grátlegu afleiðingar að hagmælska og eft-
iröpun er nú orðið einhverskonar gæðamark,
ekki einungis á bókmenntum, heldur öllum
listgreinum. Blöð og útvarp leggjast á eitt
að upphefja lágkúruháttinn á kostnað lifandi
listar. Var átakanlegt í vetur að heyra allt það
vísnastagl lágkúrunnar sem þulið var í eyru
hlustenda, þar sem hvergi örlaði á minnilegri
hendingu, þar til einn listamaður í Bragatúni,
margstimplað atómskáld, setti í skyndingu
saman vísu sem ein er minnileg úr þessum
þáttum. Skáld þetta, Jón úr Vör, sem hefur
lagt meiri skerf til íslenzkrar Ijóðlistar en
flestir menn núlifandi, ætti að fá listamanna-
laun í samræmi við það, en vitanlega hafa
kýrrassamenn þeir sem ráðstafa listamannafé
ekki vit á að meta hann. Nú hlaut hann að
ganga fyrir hagyrðingadómstól útvarpsins og
taka á móti verðlaunum, — fyrir lausavísu.
Mér er kunnugt um það að Jón vildi nota
tækifærið og þakka á viðeigandi hátt fyrir
liIRTINGUR
83