Birtingur - 01.01.1966, Page 89

Birtingur - 01.01.1966, Page 89
Hverjar voru þá þessar ljóðaþýðingar, sem metnar voru einnar línu virði að fróttagildi? Jón Óskar birti þarna þýðingu á höfuðsmíð eins fremsta ljóðskálds Frakka, hinu mikla ljóði eftir Blaise Cendrars um Síberíulestina og Jóhönnu litlu frá Frakklandi — samtals 20 tímaritssíður, margra mánaða eljuverk ágæt- lega af hendi leyst. Með öðrum orðum stór- virki sambærilegt við þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar á Kvæðinu um fangann eftir Wilde eða Hinum tólf eftir Block. Geir hafði þýtt fjögur ljóð eftir þrjú öndvegisskáld, tvö sænsk, eitt frá Brasilíu. Engan þyrfti að undra, þótt skáldum hyrfi starfslöngun við svo dræmar undirtektir. En þau eru illu vön og vinna sitt verk af þörf, svo að jafnvel mesta tómlæti fær ekki bugað þau. Hitt er alvarlegra, að við svona frétta- þjónustu hlýtur smátt og smátt að skapast það almenningsviðhorf, að bókmenntastörf séu harla fánýt og varla umtalsverð iðja — en það- an er stutt Ieið til andlegrar auðnar, þar sem ekkert fær þrifizt nema kræklur dátasjónvarps og sorprita. Við verðum að gera okkur ljóst, að andóf gegn ásókn erlendrar skrílmennsku er aðeins varn- arþáttur íslenzkrar menningarbaráttu. Sókn- arþátturinn er fólginn í varðstöðu um hverja ærlega viðleitni til að hefja andlegt líf fólksins í landinu, í samstöðu allra sem samleið eiga að því marki, í vilja á að leggja bæði fé og fyrirhöfn í sölurnar fyrir gróandi íslenzka þjóðmenningu. llla pökkuð iðja í þessu sambandi fæ ég ekki orða bundizt um viðbrögð sumra blaðamanna við hinu mikla verki Sveins Skorra Höskuldssonar um Gest Pálsson, ævi hans og skáldskap. Það er sannarlega ekki hversdagsviðburður, að íslenzkur fræðimaður sökkvi sér niður í frumrannsóknir á ævistarfi rithöfundar sem hátt hefur borið í bókmenntum okkar á sein- ustu öld eða áratugum. Sveinn Skorri er með- al undantekninga. í fjölda ára hefur hann verið að kanna tiltæk gögn og munnlegaT geymdir austan hafs og vestan varðandi þenn- an brautryðjanda raunsæisstefnunnar í is- lenzkum bókmenntum, og fyrir jólin lagði hann fram niðurstöður sínar, geysimikið rit- verk í tveimur bindum. En hvað gerist þá? Er ekki fögnuður mikill meðal bókmennta- þjóðarinnar yfir slíku framtaki? Æinei. Það er eins og hann hafi boðið hundi heila köku. Alltofmikilnákvæmni, segja menn. Alltoflang- dregið, segja menn. Alltofslælegúrvinnsla, segja menn. Þó kastar fyrst tólfunum þegar maður, sem að loknu margra ára háskólanámi gerir það að lífsstarfi sínu að halda til haga hjóna- bandstilkynningum, veðurfregnum, útvarps- BIRTINGUR 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.