Birtingur - 01.01.1966, Qupperneq 92

Birtingur - 01.01.1966, Qupperneq 92
4 þráða“ er sundruð þjóð, sem getur ekki einu sinni komið sér saman um, hvort hún eigi að varðveita þjóðerni sitt og sjálfstæði eða ekki. Ljósi er varpað „á báða bóga“, helbláu ljósi frá skermi erlends soldátasjónvarps. í skemmstu máli: kaldur veruleiki hinnar djörfu draumsýnar er það braskarasamfélag hernáms og fjárglæfra, sem róttækir höfundar dagsins í dag eru að húðfletta. Svo grátbrosleg reynsla af grárri öfugþróun gerir skáld var- færin og spör á spár. Engan þarf að undra, þó að þau séu ekki ginnkeypt fyrir flokksátrún- aði og hlusti af takmörkuðum áhuga á páfa- bréf í gömlum dúr (ég hef m. a. í huga tveggja klukkustunda come-back-þululestur Kristins E. Andréssonar í Lindarbæ nýlega). Að hinu leytinu þarf ekki að jafngilda boðun um afturhvarf, þótt minnt sé á mannlíf liðins tíma samtíðinni til eggjunar. Margir hallast nú að því, að íslendingasögur spegli viðburði úr samtíð höfundanna og sumar þeirra í aug- Ijósu ádeiluskyni. Þær eru sviðsettar á þjóð- veldisöld, en lesendur sagnanna hafa allt fram á þennan dag mælt reisn samtíðar sinnar við dáðir feðranna og drengskap. ÖIl munum við, hvernig Jónas brýnir samtíð sína við feðranna frægð. Slík aðferð væri fullgild enn í dag og mjög eðlileg: í huga þeirra, sem nú eru í broddi lífsins, vakir minning um for- dæmi, er lýsir sem leiftur um nótt — ekki langt fram á horfinni öld, heldur í nálægri fortíð. Lítum til dæmis í bækur Eyjólfs á Hvoli eða Þorsteins í Laufási. Þar kynnumst við lífi sem var ógurlega erfitt, hart, fátækt, en ærlegt, heilbrigt og auðugt á sína vísu — mannlífi sem gefur ungviði hollar minningar að ylja sér við með stolti á elliárum (eins og fjöldi íslenzkra ævisagna sannar). Opnum svo bókina í heiðinni eftir Björn Bjarman. Hún geymir ekki skáldskap fremur en bækur þeirra Eyjólfs og Þorsteins, en lipurlega ritaða veruleikalýsingu sem vert er að kynnast, þótt ekki sé sá heimur aðlaðandi. íslendingana á Vellinum skortir ekki fé, þeir þurfa ekki að slíta sér út um aldur fram, en líf þeirra er ærulaust, sjúkt og algjörlega tómt. Sama máli gegnir um það braskaralíf utanvallar sem dregur að sér sívaxandi hluta þjóðarinnar. Af vettvangi þess verða engar sögur sagðar á borð við Afa og ömmu, Pabba og mömmu eða For- mannsævi í Eyjum. Með þessar andstæður í huga finnst mér ekkert undrunarefni, þótt höfundar sem þeyta lúður dómsins yfir hausa- mótum peningaþrælanna hylli jafnframt hið harða, ærlega og einfalda líf íslenzka sjó- mannsins, bóndans, menntamannsins, eins og því hefur verið og er enn lifað í íslenzkum byggðum. Að húðstrýkja ómennskuna, heiðra manngildið — það skiptir mestu. Hitt er svo annað mál, hvort umræddum höfundum hef- 90 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.