Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 23
RITMENNT
Föður mínum var þetta örugglega hjart-
ans mál. Því til sönnunar er það, að honum
var til dæmis ekki vel við það, að ég sæti
við stílaleiðréttingar eða aðra heimavinnu
á föstudaginn langa eða páslcadag, þegar ég
var íslenzkukennari við Kvennaskólann í
Reykjavík um miðja síðustu öld. Helzt vildi
hann þá, að gripið væri í bók sér til fróð-
leilcs, ef eitthvað væri gert.
Himnabréf ömmu minnar
Síðustu æviár sín dvöldust afi og amma hjá
Sveinbjörgu, dóttur sinni, sem bjó ekkja
með börnum sínum í Norðurlcoti á Miðnesi.
Þar andaðist afi árið 1945, en amma 1948.
Þegar ég hafði haft spurnir af þessu dular-
fulla himnabréfi frá föður mínum, vaknaði
áhugi hjá mér að líta það augum og hand-
fjatla, ef amma hefði elckert á móti því. Á
einni ferð minni og foreldra minna suður á
Miðnes sýndi amma mér bréfið og gaf mér,
þegar hún fann, að ég hafði áhuga á að eign-
ast það. Annars skildist mér helzt á henni
og raunar einnig föður mínum, að hún hefði
hugsað sér, að bréfið fylgdi sér í gröfina, þar
sem hún hafði borið það á sér um langan
aldur og það - að trú hennar - verndað
hennar líf á marga lund. Sem betur fer, var
henni þetta þó eklci fast í hendi, þegar hún
vissi hug minn til bréfsins. Þannig hefur að
mínum dómi varðveitzt enn eitt íslenzkt
himnabréf og það í ótrúlega góðu ástandi,
þegar tillit er tekið til þess, að einhverjar
formæður mínar hafa trúlega borið það við
brjóst sér hátt á aðra öld að minnsta kosti.
Afi minn, Ormur Sverrisson, og amma
voru bæði mjög trúrælcin og fylgdu dyggi-
lega því, sem stendur í himnabréfinu, það
HIMNABRÉF ÖMMU MINNAR
Guðrún Ólafsdóttir.
er að vinna sem minnst og helzt ekkert
nema hin nauðsynlegustu verlc frá kl. 6 á
laugardagskvöldi og fram yfir sólsetur á
sunnudegi, að ég tali svo elcki um á stór-
hátíðum. Notuðu þau þann tíma til þess
að lesa í guðrækilegum bókum, svo sem
í Vídalínspostillu, Passíusálmunum, Sjö
orða bókinni og mörgum öðrum kristileg-
um ritum. Þegar útvarpið lcom svo 1930 og
farið var að útvarpa messum, hlustuðu þau
venjulega á þær. Sama gerðu og einnig for-
eldrar mínir.
Að sjálfsögðu hugleiddi ég ekki sem barn
og unglingur, hvernig stæði á því, að afi og
amma og eins faðir minn lögðu svo ríka
áherzlu á sunnudagshelgi og þá um leið
einnig á aðra helgidaga þjóðkirkjunnar.
19