Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 79
RITMENNT
MUNNUR SKALDSINS
eru iðulega svið átaka í Morkinskinnu, bæði
í þessum þætti og víðar. Drylckjunni fylgir
áköf kátína sem kallast á við öðruvísi útrás
tilfinninga: deilna sem stundum leiða til
ofbeldis og dauða. Þótt fátt sé sagt um
drykkjuna í veislunni er munnur slcálds-
ins auðvitað á staðnum og neytir matar og
drykkjar, urn leið og hann lcveður sig í náð
konungs með vísu um dverg. En síðan kipp-
ir hann skáldinu strax úr náðinni aftur.
Einkennileg hegðun Halla og nánar til-
tekið munnur hans lcoma honum fljótt í
vandræði. Halli rýkur burt frá konungi þar
sem þeir ganga um stræti. Hann finnst
síðan við grautarát. Af hverju? Vera má að
hann sé að hegða sér á öfgakenndan hátt til
að fá konung til að hlæja, eins og honum
hefur áður telcist. En þá misreiknar hann
sig illilega á konungi sem móðgast. Hann
lítur ef til vill á át Halla sem yfirlýsingu um
að hann hafi sparað mat við hann, þvert á
fyrri yfirlýsingu. Vera má líka að ófáguð og
jafnvel grótesk hegðun Halla hneyksli kon-
ung, hún sé svo yfirgengileg að það sé eklci
lengur fyndið. Konungur reiðist Halla og
spyr hví hann hafi farið frá íslandi til ríkra
manna til að gera sig að undri. ísland hefur
ekki áður verið nefnt í skiptum manna. Það
er engu lílcara en grautarátið lcalli landið
fram og raunar ekki í eina skiptið þar sem
íslendingar eru skilgreindir út frá mat.23
Nú verður munnurinn sem hafði áður
komið Halla í náðina að bölvaldi hans og
jafnvel bana. Þetta kvöld lætur konung-
ur setja grautartrog fyrir Halla og skipar
honurn að ljúka við allan grautinn. Það er
ekki hægt nema að hann éti sig í hel, og þá
væri líffærið sem móðgaði hans hátign orðið
aftölcutæki konungs, en táknrænar refsingar
Teikning: Baltasar.
„Konungur: Það skal hvorugum yklcar hlýða að gera hin-
um mein. Og leitaðir þú, Þjóðólfur, fyrr á Halla. Skal
hann nú fá leyfi til að flytja drápuna og góð kvæðislaun,
ef vel er ort." Samlestrarbókin, 1972.
af því tagi voru raunar líf og yndi miðalda-
manna og liður í evrópsku réttarlcerfi fram
á 19. öld.24 En réttlæti lconungs felur í sér að
Halli fær leið út: Ef hann getur kveðið hratt
aðra vísu um dverginn getur hann bjargað
sér frá auðmýkjandi dauðdaga. Munnurinn
kemur þá til bjargar og bætir nú fyrir eigin
misgjörðir og bólcstaflega frá sjálfum sér þar
23 Uppnefnið „mörlandi" kemur við sögu í Mork-
inskinnu og víðar. Enginn vafi leikur á því að
Islendingum hefur sviðið þetta heiti, sbr. Bogi Th.
Melsteð, „Töldu íslendingar sig á dögum þjóðveldis-
ins vera Norðmenn?" Afmælisrit til dr. phil. Kr.
Kdlunds bókavarðar við Safn Árna Magnússonar
19. ágúst 1914. ICaupmannahöfn 1914, bls. 16-33
(hls. 30).
24 Sbr. Michel Foucault, Discipline and Punish: The
Birth of Prison. Alan Sheridan þýddi. London 1977
(frumútg. Surveiller et punir: naissance de la pri-
son. París 1976), bls. 3-16.
75