Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 130
HUBERT SEELOW
RITMENNT
Einnig eru varðveitt tvö póstlcort - þökk sé gaumgæfilegri varð-
veislu af hálfu stjórnar Landsbókasafns -, sem gera kleift að rekja
leið myndarinnar frá Munchen til Reykjavílcur. Hinn 22. nóv-
ember 1912 tilkynnir starfsmaður flutningafyrirtækisins Herlitz
í Munchen eftirfarandi á póstkorti, stíluðu á „Forstöðumann
Landsbókasafnsins í Reylcjavík, íslandi":
Að beiðni frú Heydweil[l]er sendi ég í dag fraktsendingu á yðar ágæta
póstfang:
H. 57 1 lokaður kassi með 1 brjóstmynd lcg 105
Ég leyfi mér að velcja athygli yðar á henni og bið vinsamlegast um mót-
tökutilkynningu.
Sent á vegum flutningafyrirtækis J. M. Böhm, Kaupmannahöfn, Ny
Toldbodgade 37.
Annað póstkort, dagsett 6. desember 1912, skrifað af starfsmanni
J. M. Böhm til „Forstanderen for Landsbibliotheket Reykjavilc"
og stimplað daginn eftir, geymir eftirfarandi tillcynningu:
Med D's Douro har jeg idag afsendt til Deres ærede Adr.
H 57 1 Colli 105 kg
ifl Ordre J. H. Herlitz. Múnchen.5
Listamaðurinn, sem gerði brjóstmyndina, Joseph Echteler,
var fæddur 5. janúar 1853 í Legau (í liéraðinu Unterallgáu) í
bæverska hluta Schwaben.6 Faðir hans, Leonhard Echteler, var
lcaupmaður og bóndi og rak frá 1870 balcarí í Legau.7 Móðir lians
Marianna, fædd von Sandholz, var ættuð frá Niedersontliofen í
Allgáu. Echteler lcvæntist 24. apríl 1890 Elisabeth Fuchs, fæddri
Geret, frá Ansbach, ekkju forstjóra bjórverlcsmiðju. Linkabarn
þeirra var dóttirin Lilly, fædd 22. júní 1900. Hjónabandinu lauk
með skilnaði 27. september 1904. Hinn 18. nóvember 1905
5 Gufuskipið Douro (814 tonn) var í marga áratugi hluti skipakosts dönsku
skipaútgcrðarinnar DFDS (Det forenede Dampskibs-Sclskab); það var tekið í
notkun 1889 og sökk 1943 eftir árekstur við þýskan tundurspilli.
6 Legau, sem tilheyrði frá miðöldum Fúrststift Kempten, varð 1803 hluti af
Bayern.
7 Bakaríið, sem Leonhard Echteler stofnaði 1870 og yngri sonur hans Max
(fæddur 9. júlí 1854) tók síðar við rekstri á, er nú í dag rekið af barnabarna-
barni hans, Gúnther Landerer.
126