Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 88
BIRGIR ÞÓRÐARSON
RITMENNT
Máná á Tjörnesi.
„Ingiríður Björnsdóttir átti Guðmund á
Granastöðum í Kinn Þorsteinssonar, Guð-
mundssonar prests, Bjarnasonar prests
Gamlasonar. [...] Þeirra barn: Halldóra mein-
ast ætti Jakob á ísólfstöðum". Ekki verður
hér úr því skorið hvað rétt er um þetta
hugsanlega kvonfang Jalcobs Jónssonar.
Til er sögn um það þegar Jalcob lcom úr
bónorðsför sinni að Ási, að biðja Vigdísar
Jónsdóttur. Kom hann þá við hjá vini sínum,
Þórarni Pálssyni á Víkingavatni, og skýrði
honum frá árangri ferðar sinnar með þess-
ari vísu:
Vinur, segja vildi eg þér,
þó vindar austan blási.
Gæfunafnið greiddist mér
gamla Jóns í Ási.22
Þau Jalcob og Vigdís eignuðust tvo syni,
sem báðir voru ungir að árum þegar þeir
misstu föður sinn. Eldri sonurinn, Jón, var
fæddur um 1780 á ísólfsstöðum og dáinn
á sama stað 26. apríl 1819. Hann er sagður
hjá foreldrum sínum á ísólfsstöðum 1785 og
enn með móður sinni þar 1806 (25 ára). Jón
kvæntist Guðrúnu B jarnadóttur, sem
fædd var um 1781 á Bangastöðum í
Kelduhverfi en dáin 8. júlí 1817 á
ísólfsstöðum. Jón bjó á þriðjungi af
ísólfsstöðum 1808-19. Sonur Jóns
og Guðrúnar var Jakob Jónsson,
fæddur 24. desember 1807. Hann
er sagður hjá foreldrum sínum
1808-16, hjú 1828 og fóstursonur
á sama stað 1829-30. Þá er lrann
hjú á Hallbjarnarstöðum 1831 og
Húsavílc 1833. Elclci verður séð að
hann hafi eignast afkomendur.
Yngri sonur Jalcobs og Vigdísar var
Þorsteinn, sem hafði viðurnefnið „peddi".23
Hann var fæddur 1781,24 lílclega á ísólfs-
stöðum, en dáinn í Helgugerði 28. febr.
1857. Hann er sagður„til létta" í Reylcjahlíð
1801-09, en er bóndi á ísólfsstöðum 1812-
14, og aftur 1816-18. Hann býr í Hringveri
1822-43 og á parti í Valadal 1843-50. Þá
fer hann til barna sinna á Húsavílc en er
1852 talinn tölculcarl í Reylcjahlíð, sagð-
ur lcominn frá Vilpu, sem var hjáleiga frá
Húsavík. Og 1856 er hann lcominn til sonar
síns að Kaldbalc í Tjörneshreppi. Umsögn
prests við húsvitjun er að hann hafi verið:
„Stjórnsamur, slcýr og fróður. Oróamaður,
röslcur, óbernskur að þelclcing."
í ritinu „Sópdyngju"25 eru nolckrar
sagnir um Þorstein „pedda" sem þótti
fremur ófyrirleitinn en röslcleilcamaður
22 Lbs 2170 4to. Bók VII.
23 Um aukncfnið „peddi" segir svo í íslenskri orðsifja-
bók Ásgeirs Blöndal Magnússonar: „merking óviss,
ef til vill einskonar gælumyndun af peð og þá átt
við smávaxinn mann."
24 Samkvæmt Manntali 1816, bls. 1046.
25 Sópdyngja I, bls. 59-66. Útg. Bragi Sveinsson og
Jóhann Sveinsson frá Flögu.
j
84