Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 135
RITMENNT
KONRAD VON MAURER
„Antíópa og Þeseus" , „Venus rósum prýdd", „Venus með tamið
ljón" og loks „Bardagi Píríþóusar við pardusdýr Helenu", sem er
talið merkilegasta verk hans úr goðafræðinni.
Sérlega mikilfenglegur - og athyglisverður út af fyrir sig í
menningarsögulegu samhengi - er listi yfir frægar persónur,
sem foseph Echteler gerði af brjóstmyndir eða lágmyndir. Auk
þeirra stórmenna úr hinum enskumælandi löndum, sem áður
var getið, eru þar meðal annarra þessar persónur: Vilhjálmur
II. lceisari (1859-1941), Otto von Bismarck rílciskanslari (1815-
98), Olga drottning af Wurttemberg (fædd stórhertogaynja af
Rússlandi, 1822-92), Franz foseph Austurríkiskeisari (1830-
1916), Elisabeth keisaraynja af Austurríki („Sisi", 1837-98),
Stephanie krónprinsessa af Austurríki (fædd prinsessa af Belgíu,
1864-1945), Gisela prinsessa af Austurríki (1856-1932), Luitpold
prins af Bæjaralandi (1821-1912), prinsessa Rupprecht, þ.e. kona
Rupprechts prins, af Bæjaralandi (fædd Marie Gabriele hertoga-
ynja í Bæjaralandi, 1878-1912), hertogaynja Maximilian, þ.e.
kona Maximilians hertoga, af Bæjaralandi (fædd Amelie prins-
essa af Sachsen-Coburg og Gotha, 1848-94), Sophie greifynja
von Schlitz genannt von Görtz (fædd de Villeneuve, 1858-1902),
bæverski ráðherrann Winfried Hörmann von Hörbach (1821-96),
málarajöfurinn Wilhelm von Kaulbach (1805-74), hinn frægi
læknir fohann Nepomuk von Nufibaum (1829-90) og síðast en
elclci síst Konrad von Maurer.
Brjóstmyndin af Konrad Maurer er frá árinu 1888, ári eftir að
foseph Echteler lcom heim frá Bandaríkjunum. Hann var þá 35
ára, en fyrirmynd hans 65 ára, sem sagt eldri maður í skilningi
þess tíma. Hafði Maurer þá verið háskólaprófessor í yfir 40 ár og
félagi í Konunglegu bæversku akademíunni í 20 ár.
Konrad von Maurer hafði hlotið lausn undan kennsluskyldu
sinni í þýskum rétti þegar árið 1867 og kenndi upp frá því ein-
ungis vesturnorræna réttarsögu. í minningarræðu, sem rétt-
arsögufræðingurinn Karl von Amira (1848-1930) hélt að honum
látnum í Akademíunni í nóvemher 1903, lcemur mjög skýrt frarn,
að elcki hafi allir verið á eitt sáttir við sérhæfingu prófessorsins
og stúdentar sýnt takmarkaðan áhuga á fyrirlestrum hans:
[...] það voru ekki einungis einstaklingar úr hópi hins akademíslca fjölda,
heldur einnig þó nokkrir meðal dósenta, sem fannst sérkennilegt, að
131