Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 30

Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 30
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON RITMENNT Uppruni himnabréfsins Þegar ég tók loks fram himnabréf ömmu minnar, datt mér sízt í hug, að það drægi þann slóða á eftir sér, sem nú er orðin raun- in. Við lestur bréfsins völcnuðu hjá mér margs konar spurningar, því að ljóst var af efni þess og orðalagi, að þau hlytu að vera til fleiri himnabréfin, bæði hér á landi og eins í öðrum löndum. Varð það til þess, að ég tók að leita uppi heimildir um þetta merkilega bréf og fá sem gleggstar hugmyndir um það og útbreiðslu þess. Vænti ég þess, að lesend- ur þessa greinarkorns verði nokkru fróðari um þetta mjög svo dularfulla bréf eftir en áður. Þessu næst var að athuga, hvar væri fjallað um svonefnd himnabréf í erlendum heimildum. Þar leitaði ég fyrst vitneskju í ritið Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til reformations- tid. í VI. hindi þess, 563.-566. dálki, segir frá HIMMELSBREV. Þar má fá margvíslega fræðslu um himnabréfið og útbreiðslu þess um Norðurlönd, en auk þess ágætar heim- ildir frá öðrum Norðurlöndum úr margs konar ritum og ritgerðum, sem fræðimenn hafa samið um téð bréf. Þær hafa verið not- aðar hér eftir þörfum og til samanburðar við íslenzk himnabréf. Margt hefur verið ritað um himnabréfin í erlendum ritum, allt frá 18. öld. Af sjálfu sér leiðir, að hér verður einungis stuðzt við það, sem telja verður, að skipti verulegu máli til skýringar á upp- runa þeirra og dreifingu milli landa. Ég hygg þó, að seint komi öll kurl til grafar. - Nefni ég alveg sérstaklega mikla ritgerð í danska tímaritinu Dania, Tidsskrift for Folkemál ogFolkeminder, 3. b., Khavn 1895-96. Nefn- ist hún Himmelbreve. Er hún eftir Kristian Sandfeld Jensen. í öðru lagi er svo norsk ritgerð eftir Knut Hermundstad, sem hann kallar Himmelbrev, Soga til himmelbrevi. Birtist ritgerðin í Tidskrift for Valdres Histo- rielag árið 1947. Báðar eru ritgerðir þessar stórfróðlegar, og verður í því, sem hér segir um sögu himnabréfsins, stuðzt mjög við þann fróðleik, sem þar er sarnan kominn. Knut Hermundstad segir í grein sinni, að himnabréf eigi að balci sér langa og merki- lega sögu. Heiðindómurinn fyrir Krist hafi notfært sér þau. í hinni egypzku dauða- bók stendur þetta um slíkt bréf frá guðin- um Thoti „fundið undir fótum guðsins á hagsældartímum Menkarosar lconungs (um 3500 árum f. Kr.)." Þá hefur fundizt orðalag, sem bendir til þess, að himnabréf hafi í fornöld verið í umferð á grísk-rómverskum tíma. Hins vegar er ekki öruggt, að þessi bréf hafi haft nokkur áhrif á kristin trúar- brögð. Himnabréfin eru grein af sam-evrópsk- um alþýðubókmenntum. Þau dreifðust um mestalla Evrópu og voru mikið lesin í öllum stéttum þjóðfélagsins og höfðu örugglega á sínum tíma siðfræðileg og trúarleg áhrif. Á fyrstu öldum tímatals olclcar voru óróatímar innan kirkjunnar og mikil harátta um hið rétta form kristindómsins. Þess vegna voru samdar fjölmargar tilbúnar sögur (apokrýf- iskar) til viðbótar við heilaga ritningu. Margir óskuðu þess að fá nánari skýringar og fyllri á biblíuritunum. Þannig urðu til margar sögur um Krist. Ymsar stéttir skáld- uðu upp ný evangelium, postulasögur og opinberunarbækur. Þá urðu enn fremur til mörg bréf, sem ákveðnir menn áttu að hafa 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.