Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 41
RITMENNT
HIMNABRÉF ÖMMU MINNAR
vaxin svo úr grasi, að sum þeirra voru farin
að heiman. Hið yngsta var 12 ára.
Ormur afi hafði lengi sótt róðra á vorin út
í Mýrdal. Þar reri hann með manni einum,
sem Klemens Klemensson hét og var lengst
af vinnumaður og lausamaður á ýmsum
bæjum í Reynishverfi og eitt ár bóndi í
Reynisholti. Tókst mikil vinátta með þeim
félögum. Vafalaust hafa landþrengslin í Efri-
Ey borizt í tal milli þeirra vinanna. Klemens
mun hafa verið sæmilega efnurn búinn á
þeirrar tíðar mælikvarða og átti meðal ann-
ars jörðina Kaldrananes. Þar sem hún var
laus til ábúðar um þessar mundir, vildi
hann, að afi settist þar að og keypti hana.
Eftir nokkra umhugsun og samráð við fjöl-
skyldu sína varð það úr, að hann tók þessu
boði.
Vissulega hefur hér orðið mikil breyting
fyrir Efri-Eyjar fólkið að taka sig upp með
alla sína búslóð og setjast að í lítt kunnu
umhverfi. Af sjálfu sér leiddi, að þessir
Meðallendingar fluttu sínar siðvenjur með
sér að austan um búskaparhætti og annað.
Eitt var það, að halda hvíldardaginn heil-
agan og ganga hvorki til heyverka né ann-
arra verka en nauðsyn bar til þann dag.
Ég heyrði móðurfólk mitt á Giljum, sem
er jörð nokkru austar en Kaldrananesið,
einmitt tala um þetta, enda mun þetta
háttalag hinna nýju ábúenda á Kaldrananesi
hafa vakið athygli Mýrdælinga almennt.
Var slíkt að vonum, enda þeir flestir vanir
að nota hverja uppstyttu, hvort sem var
um helgar eða rúmhelga daga, til að hjarga
heyfeng sínum. Sjálfur veit ég mætavel frá
veru minni í Mýrdalnum á unglingsárum
mínum, að þess gerðist oft þörf, ekki sízt
eftir langvarandi votviðri, að ég tali ekki
um, ef góður þurrkur kom eftir mikinn
rosa. Þá vildi einmitt oft svo til, að hann
kom um helgar. Þetta notfærðu amma
og afi sér ekki. Þau héldu sinni venju úr
Meðallandi. Hygg ég, að svo hafi verið alla
búskapartíð þeirra þar, og það hélzt jafn-
vel eitthvað áfram hjá börnum þeirra, sem
tóku við jörðinni, þegar þau hættu búskap
árið 1921.
í þessu sambandi verð ég að geta einnar
sögu um afa minn, er hann hafði setzt að
á Kaldrananesi. Sú saga mun hafa orðið
eitthvað lcunn í Mýrdalnum á sínum tíma
og meðal annars hjá móðurfólki mínu á
Giljum. Þar heyrði ég hana líka fyrst. Hún
rifjast nú aftur upp fyrir mér, þegar ég hef
verið að hugleiða Hb hennar ömmu minnar.
Þegar grannt er skoðað, má ef til vill rekja
beint samband milli þeirrar sögu og boð-
skapar Hb um vinnu á sunnudögum.
Um það leyti, sem afi og amma sett-
ust að á Kaldrananesi, var komin nokkur
byggð þurrabúðarmanna í Vílc í kringum þá
verzlun, sem þar var að myndast. íbúarnir
höfðu nokkurn búskap og fengu sér slægjur
á ýmsum stöðum úti í sveitinni. Eins munu
einhverjir bændur hafa tekið fé af þeim til
fóðurs að vetri til. Einn þessara manna leit-
aði til afa míns í þessu skyni. Ekki veit ég,
hvernig það atvikaðist í upphafi.
Eitt sumar eftir mikla óþurrka stytti
loks upp og gerði brakandi þurrk um helgi.
Notfærðu Mýrdælingar sér að venju þurrk-
inn nema Meðallendingarnir á Kaldrananesi.
Þennan sunnudag reið Víkurbúinn, sem afi
tók kindurnar af, út í Mýrdal. Þegar hann
kom aftur til Víkur, var hann spurður, hvort
menn hefðu ekki allir verið í heyskap úti
í sveitinni. Því svaraði hann játandi, en
37