Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 128
Hubert Seelow
RITMENNT 10 (2005) 124-32
Konrad von Maurer
Brjóstmynd af réttarsögufræðingnum
eftir Joseph Anton Echteler
Ofan á bókahillu gluggamegin í lestrarsal handritadeildar
Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns stendur
gifsbrjóstmynd í fullri stærð af eldri manni með slcegg. Við fyrstu
sýn gæti maður haldið sig standa andspænis mynd af Snorra
Sturlusyni, því að sköllótti maðurinn með úfna skeggið minnir
að sumu leyti á Snorramyndirnar eftir norska listamanninn
Christian Krogh (1852—192,5).1 Þegar betur er að gáð, sést þó, að
þessi maður er klæddur í tvíhnepptan jakka með boðungi, og á
svartri gifssyllunni með marmaraáferð, sem brjóstmyndin hvílir
á, er þessi áletrun: „Prof. Dr. Konrad v. Maurer". Brjóstmyndin
er sem sagt af réttarsögufræðingnum Konrad Maurer (1823-1902)
frá Munchen, sem var mikill íslandsvinur og vann margþætt
starf í þágu Islands og íslenskrar menningar.2
Önnur áletrun neðarlega á vinstri öxlinni er undirskrift lista-
mannsins: „Joseph Echteler Munchen 1888". Myndhöggvarinn
Joseph Echteler (1853-1908) var á sínum tíma þekktur fyrir
raunsannar brjóstmyndir af frægum mönnum, og er því eklci
að undra, að hinn virti fræðimaður Konrad Maurer skyldi velja
einmitt hann til að gera brjóstmynd af sér.
Sú brjóstmynd, sem hér um ræðir, var í eigu fjölskyldu Kon-
rads Maurer og var send af börnum hans til íslands eftir andlát
1 Um Snorramyndir Kroghs, sjá Helgi Þorlálcsson: Hvernig var Snorri i sjón?
Snorri, átta alda minning, Reykjavík 1979, bls. 161-81.
2 Sjá m.a. Konrad Maurer: íslandsferð 1858, þýð. Baldur Hafstað, Reykjavík
1997.
124