Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 56
GUNNAR HARÐARSON
RITMENNT
Halldór Laxness.
Halldór byrjar á því að segjast aðeins vilja senda Brynjólfi
„mjög einfalda afmæliskveðju". Það var og. Hvað meinar Halldór
Laxness þegar hann segir einfaldal Hvers vegna velur hann ekki
að segja „stutta"? Eða „hjartanlega"? Er það vegna þess að hin
ritaða einfeldni dylur óskráða tvöfeldni sem hljómar undir niðri
á að minnsta lcosti tveimur merkingarsviðum: Er þetta íroníslc
afmælislcveðja frá meintum pólitíslcum einfeldningi til hugs-
uðar Flokksins eða er hin tilhlýóilega afmæliskveðja sögð mjög
einföld vegna þess að í raun og veru segir hún allt annað en hún
sýnist gera?
Strax á eftir upphafsorðunum segist Halldór vilja þakka
Brynjólfi fyrir „þann mikla styrlc" sem hann hafi „gefið olclcur
öllum íslenskum sósíalistum, verkamönnum og verklýðssinn-
um, með óeigingjarnri baráttu sinni fyrir hugsjón sósíalism-
ans". Lítum sem snöggvast á nokkur lykilorð og yfirtóna þeirra.
Brynjólfur er óeigingjarn og gefur og það sem hann gefur er
styrkur. Hinn gjafmildi konungur, svo við höldum olclcur við
hina forníslenslcu hefð dróttskáldanna, hvetur menn sína í
orrustunni með því að berjast sjálfur. En það er meira: „Menn
sem ganga aldrei á mála bætir Halldór við. Það er eklci hægt-
að múta Brynjólfi, hann er eklci málaliði, veraldargæðin slcipta
hann engu, hann berst ekki fyrir fé, heldur fyrir hugsjón sem
hann svíkur eklci og er eklci föl hvað sem í boði lcann að vera.
Og Halldór heldur áfram: „og játa elclci öðru en því sem þeir
vita rétt, hvaða persónulegu afleiðingar sem það lcann að hafa
í för með sér fyrir þá ...". Játa og vita, segir hér: Játningin er
trúariegs eðiis, en vitneslcjan vísindaiegs. Töicum eftir því að
Brynjólfur játar elclci því sem liann trúir, og elclci heldur því sem
hann veit réttast; hann játar aðeins því sem liann veit rétt, án
tillits til afieiðinganna sem það lcann að hafa fyrir hann, og þá
lcannslci aðra, persónulega. Hann játar því sem hann veit; hér
lcemst enginn efi að, siðferðið og þelclcingin fara saman, hið góða
og hið sanna eru lcomin saman í eitt - afleiðingarnar, góðar eða
slæmar, slcipta engu. En hann játar samt elclci því sem er rétt,
aðeins því sem hann veit rétt, og eins og orðið er þarna notað er
alls elclci loku fyrir það slcotið að það sem Brynjólfur heldur að
hann viti sé þegar til lcastanna lcemur elclci annað en röng slcoð-
un studd vafasömum rölcum.
52