Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 110

Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 110
BIRGIR ÞÓRÐARSON RITMENNT 4. Ellefu vistir auðnuðust mér og allstaðar nóg að gera. Svo lifir hver sem lyntur er. Látum það svona vera. í Eyjafjörð átti eg leið; öll var sú reisan greið. Fylgdu mér fjórir menn; flestir lifa þeir enn. Þessir máttu mig þéra. Og síðan kemur vísan sem nefnd er í upphafi þessa þáttar. 5. Framandi kom eg fyrst að Grund; fallegur var sá staður. Þórarinn ber mjög þæga lund; það var blessaður maður. Hann gaf mér hveitibrauð, hangið kjöt líka af sauð; setti á sessu ver; svona lét hann að mér. Líkaminn gerðist glaður. Nokkrir eldri Eyfirðingar hafa kann- ast við þessa vísu þótt þeir þekki ekki til Gunnvararsálms að öðru leyti. Sltýringuna á því er líklega að finna í grein eftir Kristleif Þorsteinsson í tímaritinu Helgafelli,43 en þar fjallar Kristleifur um það fyrirbrigói í vísnagerð sem kallaðist druslur. Það voru vísur, oft gamlir húsgangar, sem hafðar voru í stað sálmversa, þegar verið var að æfa sálmalögin fyrir húslesturinn í fyrri daga, því eltki þótti hæfa að nota sálmana í því skyni. En ein af þessum druslum, sem Kristleifur nefnir í grein sinni, var einmitt þessi vísa: Framandi kom ég fyrst að Grund, og hefur hún trúlega hlotið þessa meðferð hér í Eyjafirði ekki síður en suður í Borgarfirði. í vísunni er fjallað um Þórarin Jónsson (1719-67), sýslumann á Grund í Eyjafirði 1747 til æviloka. Frá honum er komin T horarensenætt. Kona hans var Sigrí ður yngri Stefánsdóttir, prests á Höskuldsstöðum. Synir þeirra voru: Stefán amtmaður, Vig- fús sýslumaður á Hlíðarenda, séra Gísli í Odda, séra Friðrik á Breiðabólsstað í Vesturhópi og Magnús klausturhaldari á Munkaþverá. Laundóttir Þórarins (með Guðnýju Gunnlaugsdóttur, Þorvaldssonar) var Ragnheiður, kona Jóns aðstoðarland- fógeta Skúlasonar. - Eftir andlát Þórarins Jónssonar giftist Sigríður Stefánsdóttir Jóni Jakobssyni sýslumanni á Espihóli, og var meðal barna þeirra Jón Espólín sýslumaður og sagnaritari. 6. í Miklagarði er misjöfn tíð; man eg piltinn hann Steina. Högni kvað um mig hróp og níð; hirði eg því síst að leyna. Uti lét eg þar á; öllu skal segja frá: Slcensaði eg prúðan prest, sem prédika yfir mér lést kenningar kornið hreina. Þorsteinn (Steini) Benedilctsson (1717- 1805) bjó í Miklagarði 1750-51, sonur Bene- dikts lögmanns Þorsteinssonar í Rauðu- skriðu og konu hans Þórunnar Björnsdótt- ur. Þorsteinn bjó síðan á Baklca í Öxnadal, en lengst á Laxamýri í Þingeyjarsýslu, og fékk hann þar verðlaun frá konungi fyrir góðan árangur með æðarvarp. Kona Þorsteins var Hólmfríður Jónsdóttir Ketilssonar, prests á Myrká. Meðal barna þeirra var séra Jón 43 Kristleifur Þorsteinsson: Rökkursöngvar. Helgafell I. ár, bls. 384. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.