Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 58
GUNNAR HARÐARSON
RITMENNT
ur „ávinníngur" að „svo sterkur maður sem Brynjólfur skuli
hafa staðið þar sem hann hefur staðið" og að svo sé um fleiri.
Þarna sést í fyrsta lagi hugmyndin um ávinning, hagnað, pen-
ingalíkingin lúrir þarna undir niðri, þótt hagnaðurinn sé ekki
fjárhagslcgur, eins og hjá málaliðunum, heldur siðferðilegur og
andlegur. í öðru lagi er aftur tekin upp bardagalíkingin, staða
kappans á orrustuvellinum: hinn sterki maður hefur staðið á
sínum stað í bardaganum. Hvernig má það vera siðferðilegur og
andlegur ávinningur fyrir Halldór og marga fleiri að frammámað-
urinn standi á sínum stað og hviki hvergi? Væntanlega hefur
Brynjólfur stappað í þá stálinu, ef þeir hafa verið farnir að efast
og digna, hann er hinn sterki, harði og ósveigjanlegi forustumað-
ur, stálmaðurinn sjálfur: íslenskur Stalín.
Við skulum eklci draga fjöður yfir það að afmælisltveðjan
felur vissulega í sér hrós: Brynjólfur er sterkur konungur sem
hefur staðið á sínum stað í orrustunni við málaliða kapítalism-
ans. En líkingamálið sýnir að lnósið er alls ekki óblandið eða
fölskvalaust, það lætur uppi spennu milli konungsins og skálds-
ins, milli vísindamannsins og rithöfundarins, milli heimspek-
ingsins og mælskumannsins. Ekkert er þó sagt berum orðum,
það eru yfirtónarnir, aukamerkingar og annars stigs tálcn, sem
koma upp um hina blendnu afstöðu Halldórs til Brynjólfs. Undir
lýsingu Brynjólfs Bjarnasonar endurómar þéttriðinn vefur af (a)
hinni fornu ímynd af styrk kappans í fylkingarbrjósti og örlæti
konungsins, (b) biblíulegum tilvísunum til yfirlætis og þar með
sjálfsblekkingar fræðimanna og farísea og (c) sjálfum höfuðand-
stæðingi sósíalísks hugsjónafólks: bankamanninum, kapítalist-
anum, auðkýfingnum: guðinum Mammon.
Halldór Laxness um Kristin E. Andrésson
Halldór Laxness sendi Kristni E. Andréssyni afmæliskveðju í
tilefni af sextugsafmæli Kristins árið 1961.5 Greinin er allmiklu
lengri en afmæliskveðjan til Brynjólfs eða þrjár bókarsíður í
endurprentuninni. Það er léttara yfir henni, enda reltur hún í
5 Halldór Laxness, „Kristinn E. Andrésson sextugur", Upphaf mannúðaistefnu:
ritgerðir, Reykjavík, Helgafell, 1965, bls. 147-149.
54