Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 133
RITMENNT
KONRAD VON MAURER
að sitja fyrir við lokavinnslu brjóstmyndar eða lágmyndar, eftir
því sem við átti. Þannig tókst honum að búa til andlitsmyndir
margra frægustu samtímamanna sinna, sem oftast leiddi til þess,
að hann fékk einnig það verkefni að vinna þessar myndir í marm-
ara eða brons. Ein af þeim nýjungum, sem hann innleiddi, var
svokölluð „náttúruafsteypumynd" eða „raunsönn brjóstmynd",
þar sem brjóstmyndin var gerð eftir andlitsafsteypu, sem hafði
verið tekin af lifandi eða látinni fyrirmynd.
Þegar árið 1874 hélt Echteler mikla sýningu hjá Listafélaginu
(Kunstverein) í Múnchen, þar sem sýndar voru brjóstmyndir
rnargra frægra samtíðarmanna, en einnig höggmyndir úr dýrarík-
inu og úr goðafræði og sögu Grikkja og Rómverja. Þegar hinn
frægi sýningarsalur Glerhöllin (Glaspalast) í Munchen neitaði
honurn um sýningu, efndi hann sjálfur til vinnustofusýningar
í samvinnu við hóp annarra listamanna, sem dró að sér marga
gesti og útvegaði honurn mörg verkefni.
Þrátt fyrir velgengnina fannst Joseph Echteler hann vera mis-
slcilinn og útilokaður frá hinum viðurkennda listamannahópi
í Munchen. Þar sem hann ætlaði ekki að sætta sig við að búa
við slíkt ástand, ákvað hann árið 1885 að leggja upp í ferð til
Bandaríltjanna. Eftir komuna þangað hóf hann þegar að vinna
af fullum krafti og gerði meðal annars brjóstmynd af Charles
Darwin (1809-82) fyrir Metropolitan safnið í New York og mynd
af Ulysses S. Grant (1822-85), sigursælum hershöfðingja í banda-
rísku borgarastyrjöldinni og 18. forseta Bandaríkjanna.14
Ætla má, að dvölin í Ameríku hafi reynst Echteler afar fengsæl
fjárhagslega. Þegar hann sneri aftur til Múnchen árið 1887,
þótti hann að mati samtímamanna sinna vera „Selfmademan",
sem mun í þessu samhengi frekar hafa átt við hina fjárhagslegu
velgengni en hina listrænu.15
14 Uppsláttarrit frá 19. og upphafi 20. aldar ncfna í greinum um Joseph Echteler
Darwin-brjóstmynd í Metropolitan Museum í New York og Grant-brjóst-
mynd eða Grant-minnismerki. Því miður tókst mcr ekki að finna ótvíræðar
heimildir um það í nýrri ritum, en tel þó ckki ástæðu til að bera brigður á
þessar upplýsingar.
15 Samtímaheimildir virðast tímasctja Bandaríkjadvöl Josephs Echteler frá 1885
til 1887. í Der Grofíe Brockhaus 5 frá 1930, bls. 223, stendur hins vegar, að
hann hafi starfað í Bandaríkjunum frá 1884 til 1887.
129