Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 141
RITMENNT
ODDUR NORSKI OG NYJA TESTAMENTIIÐ 1540
því að festa komist á embættisrekstur og
fjárhag. Hann hélt áfram verki föðurbróð-
ur síns að styrkja stöðu biskupsembætt-
isins og biskupsstólsins og gera umbæt-
ur á stjórnsýslu þess og skattheimtu. Á
15. öld hafði margt farið úrskeiðis með
ltirkjuhald og kirkjubændur dregið til sín
bæði kirkjutíundina og jarðeignir kirkna.
Ólafur tók tíundamálin föstum tökum,
skikkaði kirkjubændur að gera upp skuldir
sínar við hálfkirkjur og presta þeirra. Auk
þess krafðist hann þess að bændur tækju
sómasamlega á móti biskupi, þegar hann
færi í vísitasíur.28 Þetta má teljast átak í
skattamálum og hélt Ólafur - eins og aðrir
frændur hans á Hólabiskupsstóli - mjög
fram norskum lögum og nýmælum, sem
Islendingar töldu sig ekki hafa samþykkt.29
Varð biskupinn náttúrlega ekki vinsæll af
bændum fyrir vikið, en Gauti erkibiskup
(1475-1510) sendi Norðlendingum áminn-
ingarbréf og hvatti þá til hlýðni og skilvísi.30
Bréf þessi má túlka sem vísbendingu vax-
andi myndugleik erkibiskupsembættisins í
Noregi og vilja til þess að hafa forystumenn
hins íslenska samfélags í fremstu röð innan
norska stjórnkerfisins. Athygli vekur að bréf
úr kansellíi Gauta erkibiskups í Björgvin eru
jöfnum höndum samin á misgóðri norrænu
eða á dönsku.31 Hefur erlcibiskupinn haft
í þjónustu sinni skrifara, sem færir voru á
hinar ýmsu tungur, sem talaðar voru í hinu
norska ríki.
Ólafur biskup tók af festu á sifjaspells-
máli Bjarna Ólasonar í Hvassafelli og Rand-
íðar, dóttur hans, en það mál slcók íslenskt
samfélag á ofanverðri 15. öld.32 Út af því
máli urðu slíkar viðsjár með bislcupi og
forystumönnum leikmanna að gerður var
aðsúgur að bislcupi í lögréttu sumarið 1481
og var hann hrakinn þaðan burt.33 Þetta
mál lcorn fyrir dómstól erkibiskupsins í
Niðarósi.34 Ólafur lét gera máldaga í Hóla-
biskupsdæmi, sem eftir honum eru nefnd-
ir.35 Þá má geta þess, að Ólafur Hólabiskup
hafði árið 1459 þegið Skagafjörð að léxri frá
Kristjáni I Danakonungi og bar honum að
standa árlega skil á 100 gyllinum til fulltrúa
konungs í Björgvin.36
Ólafur biskup var í líflegu sambandi við
28 DIVI, nr. 415, bls. 465. „Vitum vér nú fáar eður nær
öngva alkirkju að iiij marka tíund til liggi, heldur
þær fleiri að hafi .ij. mörk eður minna fyrir ýmislega
auðn og undandrátt, sem dregst undan kirkjunum
bæði fasteignir og lausar." Þá lét Ólafur innheimta
osttolla, sem lagst höfðu af. DI VI, nr. 266.
29 DI VI, nr. 415.
30 DI VI, nr. 153, 364, 441. Vísitasíur voru óvinsælar
af bændum, því þeir þurftu að hýsa og halda uppi
bislcupi og fylgdarliði hans. I vísitasíu í Eyjafirði
haustið 1467 kom t.d. til ryskinga og særði Skúli
Árnason bislcup á hendi. Hallvarður Ámundsson,
tengdamaður Ólafs, varð þá Skúla að bana. DIV, nr.
451. í framhaldi af því varð Ólafur biskup að koma
Hallvarði úr landi til Noregs. DI V, nr. 468.
31 DI VI, nr. 360, 361, 364, 365, 366. Fredrik Scheel,
Lagmann og skriver, bls. 73. Scheel tekur mjög
djúpt í árinni þegar hann scgir: „Norsk var ophort
á være officielt skriftsprog alt i medfor av unionen
med Danmark 1450." Ymis bréf í Fornbréfasafni
mæla gegn svo róttækri skoðun.
32 DIVI, nr. 321, 334, 342, 343.
33 DIVI, nr. 347.
34 DI VI, nr. 365. Jón Halldórsson, „XIX. Hólabiskup
Ólafur Rögnvaldsson", JS 69 fol. I—II (án blaðsíðu-
tals).
35 DI V, nr. 233-314.
36 DI V, nr. 187. Til er frá árinu 1469 reikningsuppgjör
við konungsfulltrúann í Björgvin og geldur Ólafur
lionum 15 spýtinga vaðmáls ásamt sköttum að upp-
hæð 900 gyllini fyrir síðustu 7 ár. Jón Halldórsson,
„XIX. Hólabiskup Ólafur Rögnvaldsson". Spýtingur
vaðmáls var 5 voðir. DIV, nr. 175, bls. 189.
137