Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 68
ÁRMANN JAKOBSSON
RITMENNT
ar við táknrænt gildi munnsins, merkingu
hans og hlutverk í einni stuttri frásögn
í konungasagnaritinu Morkinskinnu sem
að minni hyggju var sett saman snemma
á 13. öld, en Morkinskinna er um margt
sambærileg Heimskringlu þó að ólík séu
verkin.4
Við fyrstu sýn virðist munnurinn ekki
jafn virðulegur og ýmsir aðrir líkamshlut-
ar. Hendur eru algeng tákn um styrk, og
augun eru stundum kölluð spegill sálarinn-
ar. Munnurinn leiðir á hinn bóginn ekki að
sálinni heldur niður í maga, og eitt mikil-
vægasta hlutverk hans er enda að innbyrða
mat. Þannig virðist munnurinn fremur hafa
líkamlegt en andlegt gildi. Hinu má þó
elcki gleyma að munnurinn hefur grundvall-
armerkingu í sjálfsskilningi mannsins sem
vitsmunaveru. í munninum eru talfærin, og
málið er það sem skilur manninn frá öðrum
dýrum og gerir hann siðfágaðan.
Munnurinn er ef til vill ekki mjög flókinn
í sjálfu sér, miðað við þær flækjur sem tal-
færin geta búið til í tungumálinu. Fjölbreytt
og þversagnakennt hlutverk hans í mann-
legu samfélagi er aftur á móti þeim mun
áhugaverðara, það sem kalla mætti „hinn
menningarlega munn".5 Ef við ímynduðum
okkur kvarða sem liggur frá frumstæðni
til fágunar (eða frá dýrinu til mannsins) og
reyndum að raða þar líkamshlutum manns-
ins á mætti staðsetja munninn á báðum
endum þess kvarða og af þeim sökum
einum getur munnurinn verið viðsjárvert
sagnaminni í frásögn.6
Það blasir við að munnurinn er afar mik-
ilvægur skáldum og norrænir menn hafa
gert sér grein fyrir því. Hið fjölbreytta eðli
munnsins kemur skýrt fram í goðsögn-
inni um skáldskaparmjöðinn eins og hún
birtist okkur í Eddu Snorra Sturlusonar.7 I
þeirri goðsögn sameinast hið andlega og lík-
amlega á sérlcennilegan hátt þar sem Oðinn
bæði drekkur mjöðinn og skilar honurn út
um líltamsop beggja enda líltamans. Með
þessu upphefur hann andstæður hins fágaða
og hins grófa, drykkju og kveðskapar sem
sameinast í þessari goðsögn. Víða í norræn-
um textum má svo finna vísanir til þessarar
sagnar, ekki síst þó í Egils sögu, en Egill er
ekki aðeins gjarn á að yrkja heldur einnig að
æla úr sér miði.8
Vera kann að goðsögnin um skáldamjöðinn
sé innblástur þeirrar frásagnar sem hér
verður vikið nánar að. Eg átta mig þó ekki til
4 Það væri í of mikið lagt að gera hér rækilega grein
fyrir Morkinskinnu og uppruna hennar, enda hefur
hann verið umdeildur. Þess í stað vísast til nýlegrar
bókar minnar um hana (Árrnann Jakobsson, Staður
í nýjum heimi. Konungasagan Morkinskinna.
Reykjavík 2002|.
5 Maud Ellmann hefur bent á margrætt tákngildi
munns og matar í ágætri bók um fólk sem afneitar
honum (The Hunger Artists: Starving, Writing &
Imprisonment. London 1993, bls. 112).
6 Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss notaði eins
og alkunna er afstöðu til matar og einkum mun
þess hráa og soðna til að hlutgera grundvallarand-
stæður náttúru og siðmenningar sem honum voru
hugleiknar (sjá ekki síst The Raw and the Cooked:
Introduction to a Science of Mythology I. John og
Doreen Weightman þýddu. New York 1969, frum-
útg. Le Cru et le Cuit, 1964).
7 Edda Snorra Sturlusonar, bls. 82-85.
8 Umfjöllun um þetta efni krefst rækilegri köfunar en
svo að unnt sé að ræða það í framhjáhlaupi. Carol
Clover hefur rætt þetta og tekið saman mörg dæmi
um skáld sem nota kenningar um að skáldskapar-
mjöðurinn gangi fram af munni þeirra („Skaldic
Sensibility," Arkiv för nordisk filologi 93 (1978),
bls. 63-81. Jón Hnefill Aðalsteinsson minnist einn-
ig á þetta í nýlegri bók („Trúarhugmyndir í Sona-
torreki." Studia Islandica 57. Reykjavík 2001, bls.
74).
64