Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 155
RITMENNT 10 (2005) 151-56
Málverk af
Sir George Steuart Mackenzie
Sir George Steuart Mackenzie (1780-1848), 7. barónet af Coul,
kom til íslands í maí 1810 með leiðangur sinn og dvaldist hér
fram í ágúst við náttúrufræðirannsóknir. Um þá ferð ritaði hann
ásamt leiðangursmönnum sínum bólcina Travels in the Island
of Iceland during the Summer of the Year 1810, sem kom út
í Edinborg 1811. Bókin er skreytt mörgum myndum, en þó er
engin mynd af Sir George í henni. Og þegar farið var að grennsl-
ast frekar fyrir um myndir af honum vegna útgáfu rits um
sögu jarðhitarannsókna á íslandi, fundust engar. Upp kom þó á
Netinu, að málverk af Sir George var selt á uppboði fyrir nokkr-
um árum í London. Haft var samband við listaverkasalann, sem
náði tali af eigandanum. Eigandinn var síður en svo mótfallinn
birtingu myndar af málverki sínu, en hvorugur þeirra, eigand-
inn eða listaverkasalinn, átti mynd til að senda í jarðhitabókina
íslenzku. Bauðst eigandinn þá til þess að taka ljósmynd af mál-
verkinu, næst þegar hann ætti leið um kastala sinn í Slcotlandi,
en þar er málverkið af Sir George geyrnt, en sjálfur býr hann í
Sviss. Og liðu nú elcki margir mánuðir, þar til sú mynd, sem
hér birtist, barst hingað með netsendingu, en það var í fyrstu
vilcu júní 2005. Var það einnig fyrir milligöngu listaverlcasal-
ans í London, Christophers Foleys, því eigandinn vildi eklci
láta nafns síns getið eða hvar hann byggi í Skotlandi og Sviss.
Umrædd jarðhitabók var þá að vísu komin út, svo að myndin af
Mackenzie birtist nú á prenti í fyrsta sinn.
151