Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 117
RITMENNT
FRÁ LEYNDARÁRUM LEYNDARSKJALAVARÐARINS
útlöndum og ljómaði af gleði í hvert sinn
sem hann handlék hnossgæti þaðan, fékk að
róta í bréfakössum þeim sem nú innihalda
lausabréf og smáprent, og sumarið 2005
rakst hann í elli sinni aftur á þessi bréf.
Umslagið ber áskrift með hendi Eirílcs föður
hans, en áskriftin bendir líka á að hún hafi
verið gerð í mesta flýti þegar þeir Eiríkur
og Þórarinn, synir Benedikts, pökkuðu öllu
niður sem hraðast í pappakassa frá Filatura
di Tollegno, sem Benedilct hafði fengið utan
um ítalska ull sem hann keypti til sölu í
búð sinni fyrir seinni heimsstyrjöld og hafði
hirt til síðari nota. Skal nú ekki hafður
lengri formáli, en snúið að efninu.
í umslagi þessu voru níu bréf, öll með
hendi Gríms Jónssonar Thorlcelin, sem
undirritaður hafði kynnst fyrst af blöðum
í Bodleyssafni í Oxford, en síðar hér og þar
í Danmörku og á íslandi, þegar hann var að
hringsóla sem ungur bóka- og skjalavörð-
ur, og fann svo síðar eitt sinn í merkilegri
áritan á bók í Háskólasafninu í St. Andrews
(en það er önnur saga).2 Eiríkur var einnig
kunnugur rithendinni og var því ókvíðinn
við að setja nafnið á umslagið sem hendi
Gríms og að eklci væri eftirrit. Enda er eng-
inn efi, því að bréfin eru einkabréf þeirrar
tegundar sem ekki hafa verið á flækingi
utan við hirslur einhverra, sem hafa erft
móttakendurna.
Hið fyrsta bréf er á dönsku, og ber það
með sér að móttakendur eru ekki af lægsta
stigi þjóðfélagsins:
Höystærede Herrer!
I anledning af de Herrer Jörgensen's afreise fra
staden i Morgen maae Jeg bede Dem at tillade
Grímur Jónsson Tliorkelin.
mig at fölge Dem til skibet, og fölgeligt at De
ville opsette Deres visit til det Britiske
Museum.
Dagen ville De selve bestemme - maaske
fredag maatte være Dem den samme.
Jeg er med den störste
Höyagtelse Mine Herrer
Deres ærbödigste Tiener
Brownlowstreet GThorkelin
Longacre
May 31. 17903
Hið næsta bréf er á enslcu og er ætlað
til séra Samuel Ayscough, safnvarðar nátt-
úrugripadeiidar Bretasafns. Beiðnin er fyrir
hönd einhvers brezlcs (senniiega af írslcum
ættum) vinar Gríms, og sméri er nú lieldur
en elclci dreypt á bitann.
2 Benedikt S. Benedikz: Grímur Thorkelin, the
University of St Andrews and the Codex Scardensis.
Scandinavian Studies 42 (1970), bls. 385-93.
3 Brownlow Street er cnn til.
113